Viðskipti innlent

Eignir tryggingarfélaga hækkuðu lítilega

Heildareignir tryggingarfélaganna námu 137,6 milljörðum kr. í lok maí og hækkuðu um 39 milljónir kr. milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að útlán og markaðsverðbréf námu 86,9 milljörðum kr. og hækkuðu um 1,5 milljarða kr. Þetta skýrist af hækkun verðtryggðra markaðsskuldabréfa um 942 milljónir kr., hlutabréfa um 562 milljónir kr. og hlutdeildarskírteina um 475 milljónir kr. Á móti lækkuðu útlán um 430 milljónir kr.

Handbært fé nam 12,5 milljörðum kr. og lækkaði um 1,2 milljarða kr. Lækkun allra annarra eigna tryggingarfélaga nam 282 milljónum kr. Skuldir lækkuðu um 224 milljónir kr. og námu 83,3 milljörðum kr í lok mánaðarins. Eigið fé jókst um 262 milljónir kr. og nam 54,2 milljörðum kr. í lok mánaðarins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×