Viðskipti innlent

Sendinefnd AGS stödd á landinu að ræða næstu endurskoðun

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) er nú stödd í Reykjavík og verður hér fram á fimmtudag.

Nefndin mun eiga viðræður við stjórnvöld vegna þriðju endurskoðunnar sjóðsins á áætlun hans og íslenskra stjórnvalda.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Franek Rozwadowski sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Önnur endurskoðunin var samþykkt í apríl síðastliðnum.

Talsmenn sjóðsins hafa áður sagt að þriðja endurskoðunin mun tefjast þar til málin skýrast hvað varðar afleiðingar af nýlegum gengisdómi Hæstaréttar. Hún átti að fara fram í fyrsta lagi í þessum mánuði.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×