Viðskipti innlent

Jón Ásgeir er vinur systur sinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson segir að gott sé á milli sin og systur sinnar.
Jón Ásgeir Jóhannesson segir að gott sé á milli sin og systur sinnar.
Það er ekki nein deila milli systkinanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Kristínar Jóhannesdóttur, eftir því sem Jón fullyrðir í yfirlýsingu sem hann hefur sent fjölmiðlum.

„Milli mín og systur minnar er mjög gott og hefur alltaf verið - nema þegar hún eignaði sér nafnið Bónus, sem ég átti hugmyndina að en um það höfum við þrasað í 21 ár á léttum nótum," segir Jón Ásgeir.

Tilefni yfirlýsingar Jóns eru fréttir undanfarinna daga þess efnis að hann hafi ásakað systur sína um að hafa skrifað nafn sitt undir lánaskjöl vegna lánveitingar Glitnis banka hf. til eignarhaldsfélagsins 101 Chalet ehf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×