Viðskipti innlent

Landsbankinn býður viðskiptavinum hagstæð lán

Landsbankinn hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum annars vegar sérstök Framkvæmdalán og hins vegar Lán til góðra verka.

Í tilkynningu segir að Landsbankinn leggur nú sitt af mörkum til verkefnisins Allir vinna, sem er hvatningarátak stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins til atvinnuskapandi framkvæmda í nánustu framtíð.

Framkvæmdalán eru langtímalán á sömu kjörum og fasteignalán. Með þeim býðst viðskiptavinum að fjármagna viðamiklar endurbætur á íbúðarhúsnæði á hagstæðum kjörum til langs tíma. Lántökugjald sem venjulegast nemur 1% af lánsfjárhæð er ekkert og við lántöku fellur bankinn frá öllum gjöldum á hans vegum. Lánsfjárhæð getur numið allt að 70% af markaðsvirði húsnæðis.

Lán til góðra verka eru lægri lán til styttri tíma. Þau eru að hámarki 2 milljónir króna, vextir eru 2% lægri en á óverðtryggðum íbúðalánum og lántökugjald er ekkert.

Umsóknarfrestur fyrir Lán til góðra verka er til 1. desember. Lántökugjald vegna Framkvæmdalána fellur niður til sama tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×