Viðskipti innlent

Segir að Deutsche Bank gæti tapað 200 milljörðum á Actavis

Reuters hefur heimildir fyrir því að Deutsche Bank gæti þurft að taka á sig hátt í 1,5 milljarða evra eða allt að 200 milljarða króna skell við endurskipulagninguna á Actavis sem tilkynnt var um í gærdag.

Samkvæmt frétt Reuters skuldaði Actavis bankanum yfir 5 milljarða evra en að sú skuld sé nú komin niður í 3,5 milljarða evra í bókum Deutsche bank.

Skuld Actavis við Deutsche Bank var mesti höfuðverkur bankans enda um langstærstu áhættuskuldbindingu að ræða í bókhaldi hans.

Talsmenn Deutsche Bank vildu ekki tjá sig um málið þegar Reuters leitaði staðfestingar á þessum upphæðum.

Deutsche Bank lánaði Björgólfi Thor Björgólfssyni 4,7 milljarða evra árið 2007 fyrir kaupunum á Actavis.

Í fréttum Reuters um samninga milli Deutsche Bank og Actavis fyrr í mánuðum kom fram að ekki yrði um hefðbundna skuldbreytingu að ræða þar sem skuldinni er breytt í hlutafé. Deutsche Bank ætlaði í staðinn að afskrifa hluta af skuld Actavis en fá á móti aukna hlutdeild í söluverði Actavis ef félagið verður selt á næstu árum.






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×