Viðskipti innlent

Íslendingar undir þrýstingi að leysa Icesave í ESB viðræðum

Íslendingar verða beittir þrýstingi til að leysa Icesavedeiluna og að endurskoða fiskveiðistefnu sína í komandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið, en þær eiga að hefjast í næstu viku.

Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni en hún hefur undir höndum uppkast að skjali Evrópusambandsins um viðræðurnar.

Í því kemur ennfremur fram að verulega muni reyna á atriði eins og landbúnaðar- og umhverfismál og frjálsa flutninga á fjármagni, í viðræðunum.

Bloomberg segir einnig að tímasetningu viðræðnanna hafi verið flýtt vegna mikillar andstöðu Íslendinga í skoðannakönnunum við aðildarviðræðurnar. Upphaflega áttu þessar aðildarviðræður að hefjast í haust.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×