Fleiri fréttir

Hagnaður Landsbankans í fyrra nam 14 milljörðum króna

Landsbankinn hagnaðist um rúma 14,3 milljarða króna fyrir árið 2009, fyrsta heila starfsár bankans. Arðsemi eiginfjár var 10% sem er nokkuð lægra en sá fjármagnskostnaður sem ríkið ber af hlutafjárframlagi sínu til bankans. Á sama tíma mældist ársverðbólga 8,63%. Í fréttatilkynningu frá bankanum segir að enginn raunhæfur samanburður sé til frá fyrri árum þar sem þetta sé fyrsta heila starfsár bankans.

Össur lækkaði um 0,78%

Össur hf lækkaði um 0,78% í viðskiptum uppá samtals 3. 810 þúsund í Kauphöllinni í dag. Marel lækkaði um 0,36% í viðskiptum upp á 821 þúsund krónur. Ekkert fyrirtæki hækkaði.

Capacent hafnar ásökunum Vilhjálms - mat ekki út í bláinn

Fyrirtækið Capacent segist fylgja viðurkenndu verklagi og notað viðurkenndar aðferðir við verðmat sem þeir hafi gert en Vilhjálmur Bjarnason, lektor hjá Háskóla Íslands, gagnrýndi þá harðlega í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2.

Fremur rólegt á skuldabréfamarkaðinum

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 7,5 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 3,2 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 4,3 milljarða kr. viðskiptum.

Lífeyrissjóðir landsins draga lærdóm af hruninu

Nefnd, sem Landssamtök lífeyrissjóða skipuðu í maí 2009 til að fjalla um hvað „lífeyrissjóðir gætu lært af þeim fjárhagslegu áföllum sem dunið hafa yfir íslenskt þjóðfélag, allt frá hruni viðskiptabankanna þriggja í byrjun október 2008“, leggur til breytingar á viðskiptaháttum á verðbréfamarkaði, regluverki og starfsumhverfi lífeyrissjóða.

Áfengissala um páskana minnkaði um 3,5% milli ára

Ef áfengissala páskavikunnar er borin saman við sölu í páskavikunni 2009 þá voru seldir 505 þúsund lítrar af áfengi í páskavikunni í ár sem er 3,5% minna en sambærilega viku í fyrra. Fjöldi viðskiptavina minnkaði um 1,8%.

Pálmi Haraldsson: Beitti ekki blekkingum til þess að fá milljarð

Pálmi Haraldsson, sem hefur verið stefnt af Glitni ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Gltinis, segist ekki hafa beitt blekkingum til þess að fá milljarð lánaðan. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér en þar segir orðrétt:

Fjögur bindandi tilboð í Securitas

Alls hafa fjögur bindandi tilboð borist í öryggisfyrirtækið Securitas sem er í eigu þrotabús Fons. Samkvæmt skiptastjóra búsins, Óskari Sigurðssyni, þá eru tilboðin bindandi til 18. apríl.

Fjöldi erlendra gesta um Leifsstöð sló met í mars

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 26 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í mars síðastliðnum og hafa ferðamenn aldrei verið fleiri í mars mánuði. Á árinu 2009 voru þeir tæplega 24 þúsund í sama mánuði eða um tvö þúsund færri.

Verðbólguvæntingar stjórnenda fara lækkandi

Verðbólguvæntingar stjórnenda hjá stærstu fyrirtækjum landsins hafa lækkað nokkuð undanfarið samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerir fyrir Seðlabankann, en niðurstöður hennar eru birtar í Hagvísum bankans fyrir marsmánuð.

Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis

„Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun.

Gistinóttum fjölgaði um 6% í febrúar

Gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum voru 77.100 en voru 72.800 í sama mánuði árið 2009. Fjölgunin nemur 6% á milli ára. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Austurlandi og Suðurnesjum.

Moody´s setur ÍLS einnig á neikvæðar horfur

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á neikvæðar horfur eins og ríkissjóð. Einkuninn er sú sama hjá báðum sjóðum eða Baa3.

Gjaldeyrisvelta á millibankamarkaði tvöfaldaðist í mars

Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri í marsmánuði s.l. nam rúmum 1.5 milljarði kr sem er rúmlega tvöfallt hærri fjárhæð en mánuðinn þar á undan. Veltan var hinsvegar tæpur helmingur af veltunni í mars mánuði árið á undan.

Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu

Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla.

Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar

Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur.

Útgáfa verðtryggðra bréfa jákvætt skref

Útgáfa verðtryggðra bréfa er jákvætt skref hjá ríkissjóði, að mati Greiningardeildar Íslandsbanka. Það mun skapa eðlilegri hvata fyrir hlut ríkisfjármála í hagstjórninni ef ríkissjóður ber verðtryggðar skuldir á móti þeim stóra hluta skatttekna sinna sem segja má að sé verðtryggður, beint eða óbeint, að fram kemur í Morgunkorni greiningardeildarinnar.

Yfirmenn hjá Íslandsbanka sendir í leyfi vegna málsóknar

Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis.

Bæjarsjóður Reykjanesbæjar skilar hagnaði

Endurskoðaður ársreikningur Reykjanesbæjar var lagður fram í bæjarstjórn í gær. Samkvæmt ársreikningnum skilaði bæjarsjóður Reykjanesbæjar 7,7 milljarða krónu hagnaði árið 2009, að fram kemur í tilkynningu frá bæjarfélaginu.

Greinargerðum skilað í seinna Baugsmálinu

Fyrirtaka fór fram í skattalagabrotamáli gegn Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur, Baugi Group og Fjárfestingafélaginu Gaumi.

Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans

Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar.

Nauðsynlegt er að jafna straum ferðafólks yfir árið

Fyrirtæki í ferðaþjónustu búa sig undir metsumar í ferðamennsku, afrakstur uppbyggingarstarfs fyrri ára, óvænts eldgoss og veikrar stöðu krónunnar. Spáð er mikilli fjölgun ferðafólks hér næstu árin. Að áratug liðnum er gert ráð fyrir að 500 þúsund fleiri gestir sæki landið heim á ári hverju en núna gerist. Það er tvöföldun miðað við stöðuna eins og hún er nú.

AGS skoðar bankaskatt

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) íhugar að leggja nýja skatta á banka og fjármálafyrirtæki. Annar þeirra er skattur á hagnað banka umfram fyrirfram ákveðin mörk en hinn felst í skatti á efnahagsreikning bankanna. Seinni skatturinn á að draga úr líkunum á að eignasafn bankans tútni út.

Sparnaður heima bætir útblástursstöðuna

Gróflega áætlað má gera ráð fyrir að útblástur gróðurhúsalofttegunda aukist um 67.500 tonn gangi eftir spá um að erlendum ferðamönnum fjölgi um 500 þúsund næstu tíu ár. Gert er ráð fyrir að milljón ferðamenn sæki landið heim árið 2020. Er þá gert ráð fyrir hóflegum sparnaði útblásturs vegna fjarveru ferðamannanna á heimaslóð.

Svafa fylgir Róberti

Þrír nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til bandaríska samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen. Allt eru þetta reynslu­boltar úr lyfjageiranum. Svafa Grönfeldt, fyrrverandi framdastjóri hjá Actavis og fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík, verður ein af fimm í stjórn fyrirtækisins.

Þorbjörn hlýtur Varðbergið

Útgerðarfyrirtækið Þorbjörn í Grindavík hlaut um miðjan mánuðinn Varðbergið, forvarnaverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar (TM). TM veitti jafnframt fyrirtækjunum Hlaðbær - Colas ehf. og Austfjarðaleið ehf. sérstakar viðurkenningar fyrir starf í þágu forvarna.

Framleiða hugmyndir fyrir heiminn

„Við höfum haft nóg fyrir stafni öll þessi ár að framleiða hugmyndir fyrir aðra,“ segir Sigurður Kaldal, annar stofnenda fyrirtækisins Koma. Sigurður og Gotti Bernhöft stofnuðu fyrirtækið fyrir sex árum og hafa þeir frá upphafi unnið með hönnuðum sem vilja raungera hugmyndir auk þess að sérmerkja vörur fyrir fyrirtæki. Fastir starfsmenn eru þrír.

Tíðin ágæt fyrir fjárvana frumkvöðla

„Það er fyrst nú eftir hrunið að ég tek eftir því að áhugi fjárfesta á sprotafyrirtækjum er að aukast. Þau leituðu eftir svo lágum upphæðum áður að fáir litu við þeim,“ segir Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks – nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, sem blæs til fjárfestaþings undir merkjum Seed Forum á föstudag.

Vestia vill birta upplýsingar

„Það er grundvallaratriði að bankarnir eða eignaumsýslufélögin þeirra birti með reglulegum hætti fjárhagsupplýsingar fyrirtækja sem eru í endurskipulagningu á heimasíðu viðkomandi banka,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar.

Tækifæri í lækkandi lánshæfi hjá ríkinu

Alþjóðleg greiningarfyrirtæki hafa undanfarið breytt horfum fyrir lánshæfismat íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. Eitt greiningarfyrirtækjanna hefur þegar fellt lánshæfismat ríkisins úr svokölluðum fjárfestingarflokki í ruslflokk, og stutt gæti verið í að önnur fari sömu leið.

GAMMA: GBI lækkaði um 0,2 %

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 10,5 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,3% í 2,8 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 7,7 ma. viðskiptum.

Heildarviðskipti með hlutabréf 99 milljónir á dag

Heildarviðskipti með hlutabréf í marsmánuði námu tæpum 2.279 milljónum eða 99 milljónum á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í febrúarmánuði tæpar 1.777 milljónir, eða 89 milljónir á dag. Mest voru viðskipti með bréf Føroya Banka (FO-BANK) 1.019 milljónir og með bréf Marels (MARL) 692 milljónir.

Jóhanna mun ávarpa aðalfund SA

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2010 verður haldinn miðvikudaginn 21. apríl á síðasta degi vetrar. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift fundarins er: ÍSLAND AF STAÐ.

Þrír voru ósammála seðlabankastjóra

Þrír af fimm úr peningastefnunefnd Seðlabankans voru ósammála tillögu seðlabankastjóra um stýrivaxtalækkun á síðasta fundi nefndarinnar. Stýrivextir voru lækkaði um 0,5 prósentur á þann 17. mars síðastliðinn að tillögu seðlabankastjóra. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar.

Dótturfélag Skipta skilar hagnaði

Rekstur norræna upplýsingatæknifyrirtækisins Sirius IT, dótturfélags Skipta, gekk mjög vel á árinu 2009 samkvæmt tilkynningu frá félaginu sjálfu. Rekstrartekjur samstæðunnar námu samtals sem samsvarar 10,6 milljörðum íslenskra króna.

Ísland með næst hæstu stýrivextina

Stýrivextir hafa lækkað verulega víða frá því að fjármálakreppan skall á. Þeir eru í mörgum löndum í sögulegu lágmarki. Nú síðast tilkynntu bæði Seðlabanki Ungverjalands og Seðlabanki Rúmeníu um lækkun stýrivaxta og í báðum þessum tilfellum hafa stýrivextir aldrei verið lægri en nú. Í

Dótturfélag Nýherja semur við danskar ríkisjárnbrautir

Dótturfélag Nýherja, Applicon A/S í Danmörku, hefur gert samning við ríkisjárnbrautirnar þar í landi (DSB) um umfangsmikla SAP ráðgjafarþjónustu er tengist áformum fyrirtækisins um samræmingu og hagræðingu í rekstri samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.

Vinna áhættumat vegna hugsanlegs greiðsluþrots

Reykjavíkurborg vinnur nú áhættumat vegna áhrifa hugsanlegs greiðslufalls Orkuveitunnar á fjárhag borgarinnar. Miðað við núverandi stöðu er talið að borgin þurfi að eiga handbæra tólf milljarða króna. Hverfandi líkur eru á greiðslufalli segir Orkuveitan.

Milljarðalánveitingar til útvaldra starfsmanna Kaupþings í skoðun

Slitastjórn Kaupþings skoðar hátt í fjögurra milljarða króna lánveitingu bankans til útvaldra starfsmanna og hluthafa á árunum þegar hlutabréfaverð fór síhækkandi. Lánið fengu þeir út á veðrými sem skapaðist við hækkun bréfanna. Meðal þeirra sem fengu slík lán eru Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnendur bankans.

Sjá næstu 50 fréttir