Viðskipti innlent

Þorbjörn hlýtur Varðbergið

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, fór til Grindavíkur um miðjan nýliðinn mánuð og afhenti Eiríki Tómassyni, framkvæmdastjóra markaðs- og sölumála hjá Þorbirni, forvarnaverðlaunin.
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, fór til Grindavíkur um miðjan nýliðinn mánuð og afhenti Eiríki Tómassyni, framkvæmdastjóra markaðs- og sölumála hjá Þorbirni, forvarnaverðlaunin.
Útgerðarfyrirtækið Þorbjörn í Grindavík hlaut um miðjan mánuðinn Varðbergið, forvarnaverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar (TM). TM veitti jafnframt fyrirtækjunum Hlaðbær - Colas ehf. og Austfjarðaleið ehf. sérstakar viðurkenningar fyrir starf í þágu forvarna.

Þorbjörn rekur tvær fiskvinnslustöðvar og gerir út sjö skip. Í rökstuðningi TM fyrir vali sínu segir meðal annars að útgerðarfélagið leggi mikla áherslu á gæði og gæðastjórnun og fái nýir starfsmenn í hendur handbók þar sem öryggismál og vinnuvernd eru útskýrð.

Verðlaunin hafa verið veitt frá 1999. Þau hlýtur árlega viðskiptavinur TM sem þykir skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum og slysum.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×