Viðskipti innlent

Fjögur bindandi tilboð í Securitas

Pálmi Haraldsson fyrrum eigandi Securitas þegar allt lék í lyndi.
Pálmi Haraldsson fyrrum eigandi Securitas þegar allt lék í lyndi.

Alls hafa fjögur bindandi tilboð borist í öryggisfyrirtækið Securitas sem er í eigu þrotabús Fons. Samkvæmt skiptastjóra búsins, Óskari Sigurðssyni, þá eru tilboðin bindandi til 18. apríl.

Alls bárust átján viljayfirlýsingar til þrotabúsins um áhuga á að kaupa öryggisfyrirtækið sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Svo var ákveðið að velja áfram átta tilboð af átján sem þóttu ákjósanlegust.

Að lokum bárust fjögur bindandi tilboð en forsvarsmenn þrotabúsins hafa frest til 18. apríl til þess að ákveða hvaða tilboði verði tekið.

Skiptastjórinn segi nöfn þeirra sem standa á bak við tilboðin verði ekki gerð opinber að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×