Viðskipti innlent

Verðbólguvæntingar stjórnenda fara lækkandi

Það að verðbólguvæntingar stjórnenda hafi batnað undanfarið kemur ekki óvart enda er gert ráð fyrir að verðbólgan hafi náð hámarki nú í mars síðastliðnum og hjaðni því á næstu mánuðum.
Það að verðbólguvæntingar stjórnenda hafi batnað undanfarið kemur ekki óvart enda er gert ráð fyrir að verðbólgan hafi náð hámarki nú í mars síðastliðnum og hjaðni því á næstu mánuðum.
Verðbólguvæntingar stjórnenda hjá stærstu fyrirtækjum landsins hafa lækkað nokkuð undanfarið samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerir fyrir Seðlabankann, en niðurstöður hennar eru birtar í Hagvísum bankans fyrir marsmánuð.

Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að könnunin var framkvæmd í febrúar og mars og samkvæmt henni gera forsvarsmenn fyrirtækja nú ráð fyrir að verðbólga næstu tólf mánaða verði 4%. Þegar síðasta könnun var framkvæmd, sem var í desembermánuði, bjuggust þeir við að árstaktur verðbólgu yrði 6%.

Það að verðbólguvæntingar stjórnenda hafi batnað undanfarið kemur ekki óvart enda er gert ráð fyrir að verðbólgan hafi náð hámarki nú í mars síðastliðnum og hjaðni því á næstu mánuðum. Jafnframt hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði lækkað verulega frá því í desember sem að hluta til endurspeglar verðbólguvæntingar fjárfesta, þó ýmsir fleiri þættir spili þar inn í.

Þannig var verðbólguálagið um miðjan desembermánuð 3,6% til þriggja ára og 3,7% til níu ára. Nú þegar þetta er ritað (kl. 11:15) stendur álagið í 2,7% til þriggja ára og 3,1% til níu ára. Þó er ljóst að verðbólguvæntingar stjórnenda eru enn nokkuð frá 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×