Viðskipti innlent

Capacent hafnar ásökunum Vilhjálms - mat ekki út í bláinn

Vilhjálmur Bjarnason gagnrýndi Capacent í viðtali í morgun.
Vilhjálmur Bjarnason gagnrýndi Capacent í viðtali í morgun.

Fyrirtækið Capacent segist fylgja viðurkenndu verklagi og notað viðurkenndar aðferðir við allt verðmat sem þeir hafa gert en Vilhjálmur Bjarnason, lektor hjá Háskóla Íslands, gagnrýndi þá harðlega í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2.

Þar sagði Vilhjálmur að að menn hafi stundað það að láta búa til fyrir sig verðmat og nefndi Capacent í því samhengi. Hann sagði þetta mat hafa verið út í bláinn.

Ástæðan var stefna Glitnis sem vill sex milljarða skaðabætur frá Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Pálma Haraldssonar auk þriggja lykilstarfsmanna bankans.

Capacent hafnar þessum ásökunum Vilhjálms og segir að Capacent hafi unnið fjöldann allan af verðmötum á undanförnum árum, bæði fyrir einkaaðila og opinbera aðila.

Þá segja þeir í tilkynningu að Capacent sé þekkt fyrir fagleg vinnubrögð, sé óháð, hafi engra hagsmuna að gæta og sé ekki þátttakandi í fjárfestingum.

Að lokum segjast þeir standa við sín verðmöt. En vilja ekki, sökum trúnaðar, tjá sig um einstök verkefni.




Tengdar fréttir

Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis

„Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×