Viðskipti innlent

Moody´s setur ÍLS einnig á neikvæðar horfur

Moddy´s lætur lánshæfismat Íbúðalánasjóðs fylgja ríkinu.
Moddy´s lætur lánshæfismat Íbúðalánasjóðs fylgja ríkinu.

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á neikvæðar horfur eins og ríkissjóð. Einkuninn er sú sama hjá báðum sjóðum eða Baa3.

Í áliti Moody´s segir að ekkert í augnablikinu bendi til þess að lánshæfiseinkunn ÍLS muni batna í næstu framtíð. Hinsvegar gæti einkunnin breyst til hins verra ef fjárhagsgrunnur sjóðsins veikist verulega frá því sem nú er m.a. vegna eignarýrnunnar. Einnig ef áhætta sjóðsins af útlánum sínum eykst frá því sem nú er.

Syrkleiki íLS felst að mati Moody´s í því að sjóðurinn er 100% í eigu hins opinbera og að ríkisábyrgð er að baki öllum skuldbindingum sjóðsins.

Helstu veikleikar eru eignarýrnun vegna hratt versnandi lánaumhverfis á Íslandi, léleg eiginfjárstaða en hún var 4,3% um mitt ár í fyrra og því hve sjóðurinn er háður heildsölufjármögnun. Þá er þess einnig getið að sjóðurinn eigi á hættu frekara tap vegna hruns stóru bankanna þriggja haustið 2008.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×