Viðskipti innlent

Greinargerðum skilað í seinna Baugsmálinu

Fyrirtaka fór fram í skattalagabrotamáli gegn Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur, Baugi Group og Fjárfestingafélaginu Gaumi.

Jón Ásgeir og aðrir sakborningar hafa krafist frávísunar á málinu á þeim forsendum að það sé ekki hægt að rétta yfir þeim aftur vegna skattalagabrots þar sem áður hefur verið réttað í svipuðu máli, það er að segja Baugsmálinu þar sem Jón Ásgeir var meðal annars dæmdur.

Þessu er saksóknari efnahagsbrotadeildar ósammála en hann skilaði greinagerð um málið í morgun þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá var einnig ákveðið að halda annað dómshald þann 27. apríl. Þá verður ákveðið hvort það nægi að skila inn greinagerðum eða málið verði flutt fyrir rétti.

Jón Ásgeir á í vök að verjast þessa dagana en DV greindi meðal annars frá því að Glitnir hefur stefnt honum auk Pálma Haraldssyni og Lárusi Welding, sem þá var bankastjóri, auk þremur stjórnendum bankans. Bankinn krefst 6 milljarða af þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×