Viðskipti innlent

Gjaldeyrisvelta á millibankamarkaði tvöfaldaðist í mars

Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri í marsmánuði s.l. nam rúmum 1.5 milljarði kr sem er rúmlega tvöfallt hærri fjárhæð en mánuðinn þar á undan. Veltan var hinsvegar tæpur helmingur af veltunni í mars mánuði árið á undan.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að gengi krónunnar styrktist um 1,26% gagnvart evru í mánuðinum. Á fyrsta ársfjórðungi ársins nemur styrking krónunnar gagnvart sama gjaldmiðli því 4,27%.

Seðlabankinn hefur ekki beitt inngripum á gjaldeyrismarkaði síðan 6. nóvember 2009.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×