Viðskipti innlent

Þrír voru ósammála seðlabankastjóra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands.
Þrír af fimm úr peningastefnunefnd Seðlabankans voru ósammála tillögu seðlabankastjóra um stýrivaxtalækkun á síðasta fundi nefndarinnar. Stýrivextir voru lækkaði um 0,5 prósentur á þann 17. mars síðastliðinn að tillögu seðlabankastjóra. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar.

Einn úr nefndinni vildi lækka vexti um 1 prósentustig. Sá taldi að meiri lækkun vaxta kæmi til með að styðja við endurskipulagningu efnahagsreikninga heimilanna þannig að tekjur færðust frá lánveitendum til skuldara og myndi því hjálpa til að vinna á móti afleiðleiðingum af núverandi aðhaldi í ríkisfjármálum. Annar nefndarmanna vildi óbreytta stýrivexti og sá þriðji vildi lækkun um 0,25 prósentustig. Þeir lýstu yfir áhyggjum af verðbólguhorfum næstu mánuði. Allir þrír nefndarmennirnir töldu þó að munurinn væri það lítill að þeir gætu fallist á tillögu seðlabankastjóra.

Nefndarmenn voru sammála um að héldist gengi krónunnar stöðugt eða styrktist, og verðbólga hjaðnaði í takti við spár, ættu forsendur fyrir frekari slökun peningalegs aðhalds að vera áfram til staðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×