Viðskipti innlent

Milljarðalánveitingar til útvaldra starfsmanna Kaupþings í skoðun

Slitastjórn Kaupþings skoðar hátt í fjögurra milljarða króna lánveitingu bankans til útvaldra starfsmanna og hluthafa á árunum þegar hlutabréfaverð fór síhækkandi. Lánið fengu þeir út á veðrými sem skapaðist við hækkun bréfanna. Meðal þeirra sem fengu slík lán eru Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnendur bankans.

Við þetta jókst eign hluthafa bankans og rými til veðsetningar á hlutunum. Útvaldir starfsmenn og hluthafar Kaupþings nýttu þetta aukna veðrými og fengu lán hjá bankanum út á hækkunina.

Við skulum taka dæmi til einföldunar: Gerum ráð fyrir að verð hlutabréfa sé 100. Á einu ári hækkar það um 30%, og verður 130. Við þetta skapast aukið veðrými þar sem hlutabréfaeignin hefur hækkað í verði. Menn veðsetja í raun hækkunina og fá greidd út lán.

Heimildir fréttastofu herma að Kaupþing hafi lánað á bilinu 3 til fjóra milljarða króna með þessum hætti. Meðal þeirra sem fengu slík lán voru Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnendur bankans.

Samkvæmt heimildum fréttastofu vöktu lánin athygli slitastjórnar Kaupþings. Slitastjórnin hefur það hlutverk að gæta hagsmuna kröfuhafa og gera upp þrotabúið og hyggst því gera allt sem í hennar valdi stendur til að innheimta umrædd milljarða lán.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×