Lífeyrissjóðir landsins draga lærdóm af hruninu 8. apríl 2010 15:22 Nefndin telur að lífeyrissjóðir eigi að gera strangari kröfur til útgefenda verðbréfa, miðlara, kauphallar og eignastýringaraðila og gæta hagsmuna sinna með virkari og fjölbreyttari hætti hér eftir en hingað til Nefnd, sem Landssamtök lífeyrissjóða skipuðu í maí 2009 til að fjalla um hvað „lífeyrissjóðir gætu lært af þeim fjárhagslegu áföllum sem dunið hafa yfir íslenskt þjóðfélag, allt frá hruni viðskiptabankanna þriggja í byrjun október 2008", leggur til breytingar á viðskiptaháttum á verðbréfamarkaði, regluverki og starfsumhverfi lífeyrissjóða. Nefndin kynnti skýrslu sína, Lærdóm lífeyrissjóða af hruninu 2008-2009, fyrir 80-90 fulltrúum lífeyrissjóða á fundi á Grand hóteli í Reykjavík í dag. Í tilkynningu segir að nefndin telur að lífeyrissjóðir eigi að gera strangari kröfur til útgefenda verðbréfa, miðlara, kauphallar og eignastýringaraðila og gæta hagsmuna sinna með virkari og fjölbreyttari hætti hér eftir en hingað til, með því meðal annars að herða ákvæði skilmála verðbréfa og fjármálagerninga til að verja rétt og stöðu lífeyrissjóða þegar kaup eiga sér stað. Knýja á um tafarlausa skráningu verðbréfa og aukna upplýsingamiðlun í kauphöll um útgefendur, umfang viðskipta og eðli þeirra. Stuðla að bættum stjórnarháttum í fyrirtækjum og að standa vörð um hagsmuni smárra hluthafa. Í skýrslunni segir m.a. í kaflanum um hlutabréf: „Svo er að sjá að verðmyndun hlutabréfa margra hlutafélaga hafi verið stýrt af stærstu þátttakendum með ótæpilegri notkun lánsfjár og eignarhaldsfélaga í höndum tengdra eða hliðhollra aðila. Upplýsingagjöf um eignarhald og um fjármögnun stórra hluthafa var mjög ábótavant og því var þátttakendum á borð við lífeyrissjóði ókleift að átta sig á umfangi þessara eignatengsla eða hættunni á keðjuverkandi hruni." Nefndin leggur til að við hverja skuldabréfaútgáfu verði skipaður fulltrúi kröfuhafa að erlendri fyrirmynd til að gæta hagsmuna þeirra og að í hlutafélagaskrá liggi alltaf ljóst fyrir hverjir séu stærstu hluthafar í félögum og hvernig þeir kunni að tengjast, ef samanlögð eign þessara hluthafa fer yfir 5%. Enn má nefna að nefndin mælist til þess að lífeyrissjóðirnir láti meira til sín taka í umræðu og gagnrýni, opinberlega og á aðalfundum og hluthafafundum. Lagt er til að lífeyrissjóðir auki samstarf og sameiginlegt frumkvæði á vettvangi Landssamtaka lífeyrissjóða til að knýja á um úrbætur á öðrum sviðum fjármagnsmarkaðar og efnahagslífs og birta Alþingi, ráðuneytum, eftirlitsstofnunum og kauphöll tillögur sínar um úrbætur, sem meðal annars byggjast á árangursríkum viðskiptavenjum erlendis. „Lærdómsnefndina" skipuðu Stefán Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga, formaður, Baldur Vilhjálmsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, Helga Indriðadóttir, sjóðsjóri hjá Almenna lífeyrissjóðnum, Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stafa lífeyrissjóðs og Tryggvi Tryggvason, forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi lífeyrissjóði. Með þeim starfaði Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Nefnd, sem Landssamtök lífeyrissjóða skipuðu í maí 2009 til að fjalla um hvað „lífeyrissjóðir gætu lært af þeim fjárhagslegu áföllum sem dunið hafa yfir íslenskt þjóðfélag, allt frá hruni viðskiptabankanna þriggja í byrjun október 2008", leggur til breytingar á viðskiptaháttum á verðbréfamarkaði, regluverki og starfsumhverfi lífeyrissjóða. Nefndin kynnti skýrslu sína, Lærdóm lífeyrissjóða af hruninu 2008-2009, fyrir 80-90 fulltrúum lífeyrissjóða á fundi á Grand hóteli í Reykjavík í dag. Í tilkynningu segir að nefndin telur að lífeyrissjóðir eigi að gera strangari kröfur til útgefenda verðbréfa, miðlara, kauphallar og eignastýringaraðila og gæta hagsmuna sinna með virkari og fjölbreyttari hætti hér eftir en hingað til, með því meðal annars að herða ákvæði skilmála verðbréfa og fjármálagerninga til að verja rétt og stöðu lífeyrissjóða þegar kaup eiga sér stað. Knýja á um tafarlausa skráningu verðbréfa og aukna upplýsingamiðlun í kauphöll um útgefendur, umfang viðskipta og eðli þeirra. Stuðla að bættum stjórnarháttum í fyrirtækjum og að standa vörð um hagsmuni smárra hluthafa. Í skýrslunni segir m.a. í kaflanum um hlutabréf: „Svo er að sjá að verðmyndun hlutabréfa margra hlutafélaga hafi verið stýrt af stærstu þátttakendum með ótæpilegri notkun lánsfjár og eignarhaldsfélaga í höndum tengdra eða hliðhollra aðila. Upplýsingagjöf um eignarhald og um fjármögnun stórra hluthafa var mjög ábótavant og því var þátttakendum á borð við lífeyrissjóði ókleift að átta sig á umfangi þessara eignatengsla eða hættunni á keðjuverkandi hruni." Nefndin leggur til að við hverja skuldabréfaútgáfu verði skipaður fulltrúi kröfuhafa að erlendri fyrirmynd til að gæta hagsmuna þeirra og að í hlutafélagaskrá liggi alltaf ljóst fyrir hverjir séu stærstu hluthafar í félögum og hvernig þeir kunni að tengjast, ef samanlögð eign þessara hluthafa fer yfir 5%. Enn má nefna að nefndin mælist til þess að lífeyrissjóðirnir láti meira til sín taka í umræðu og gagnrýni, opinberlega og á aðalfundum og hluthafafundum. Lagt er til að lífeyrissjóðir auki samstarf og sameiginlegt frumkvæði á vettvangi Landssamtaka lífeyrissjóða til að knýja á um úrbætur á öðrum sviðum fjármagnsmarkaðar og efnahagslífs og birta Alþingi, ráðuneytum, eftirlitsstofnunum og kauphöll tillögur sínar um úrbætur, sem meðal annars byggjast á árangursríkum viðskiptavenjum erlendis. „Lærdómsnefndina" skipuðu Stefán Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga, formaður, Baldur Vilhjálmsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, Helga Indriðadóttir, sjóðsjóri hjá Almenna lífeyrissjóðnum, Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stafa lífeyrissjóðs og Tryggvi Tryggvason, forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi lífeyrissjóði. Með þeim starfaði Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.
Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun