Viðskipti innlent

Dótturfélag Skipta skilar hagnaði

Lýður Guðmundsson stjórnarmaður
Skipta.
Lýður Guðmundsson stjórnarmaður Skipta.

Rekstur norræna upplýsingatæknifyrirtækisins Sirius IT, dótturfélags Skipta, gekk mjög vel á árinu 2009 samkvæmt tilkynningu frá félaginu sjálfu. Rekstrartekjur samstæðunnar námu samtals sem samsvarar 10,6 milljörðum íslenskra króna.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og vexti (EBITDA) nam 1.618 milljónum króna og jókst um 11% frá árinu á undan. Hagnaður fyrir skatta var 1.387 milljónir króna, en að teknu tilliti til skatta nam hagnaður ársins 1.025 milljónum króna.

Sirius IT er norrænt upplýsingatæknifyrirtæki með starfsemi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Rekstur Sirius IT byggir á að veita þjónustu við rekstur og viðhald stórra upplýsingarkerfa, auk ráðgjafar við kerfishönnun, kerfisgreiningu, þróun, innleiðingu og margþætta þjónustu.

Meðal viðskiptavina eru mörg opinber fyrirtæki á norðurlöndum, bæði ríki og sveitarfélög, auk fyrirtækja í einkageiranum. Sirius IT var stofnað árið 2006 og hjá fyrirtækinu starfa ríflega 400 manns. Höfðustöðvar félagsins eru í Kaupmannahöfn. Fyrirtækið er í eigu Skipta hf. og lykilstjórnenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×