Fleiri fréttir

Ræddu viðvörun um alvarlega ógnun við fjármálakrefið

Á síðasta fundi Peningastefnunefndar Seðlabankans ræddi hluti nefndarinnar þann möguleika að nefndin ætti í samræmi við 24. grein laga um Seðlabanka Íslands að gefa út viðvörun um alvarlega ógnun við fjármálakerfið. Höfðu nefndarmennirnir áhyggjur af vaxandi líkum á að langvarandi töf yrði á því að aðgangur fengist að erlendu fjármagni vegna frestunar á annarri endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

MP Banki tapar fé vegna West Ham

MP Banki tapaði tæpum 1,2 milljörðum króna í fyrra, sem er talsverður viðsnúningur frá rúmlega 860 milljóna króna hagnaði fyrir tveimur árum. Efnahagsaðstæður, 33 prósenta samdráttur tekna, tiltekt í bókhaldinu og kostnaðarsöm uppbygging á viðskiptabankastarfsemi frá grunni lituðu bækur bankans.

Munar um aukinn útflutning á áli

Viðskiptajöfnuður var hagstæður um 20,6 milljarða króna fyrstu tvo mánuði ársins, 10,2 milljörðum hagstæðari en sömu mánuði síðasta ár.

Gamma: Litlar sviptingar

Skuldabréfavísitala GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 8,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 2,1 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 6,6 ma. viðskiptum.

Bakkabróðir með rúmar átta milljónir á mánuði

Ágúst Gudmundsson, forstjóri Bakkavarar, var með rúmar hundrað milljónir króna í árslaun hjá fyrirtækinu í fyrra, eða um 8,3 milljónir á mánuði. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Bakkavarar. Bróðir Ágústs, Lýður Guðmundsson fékk 3 og hálfa milljón króna fyrir stjórnarsetu sína í félaginu.

Ráðinn nýr forstjóri Öskju

Jón Trausti Ólafsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri ÖSKJU, umboðsaðila Mercedes-Benz og KIA á Íslandi, og tekur hann við starfinu af Leifi Erni Leifssyni.

Vöruskipti voru hagstæð um 20 milljarða króna

Vöruskipti við útlönd á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru hagstæð um 20,6 milljarða króna en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 10,4 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 10,2 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra. Fyrstu tvo mánuðina í ár voru fluttar út vörur fyrir 83,2 milljarða króna en inn fyrir 62,5 milljarða króna.

Hlutafjáraukningunni lokið

Eins milljarðs hlutafjáraukningu í 365 miðlum er lokið. Þetta staðfestir Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður félagsins. Hún segir hlutafjáraukninguna verða nýtta til að lækka skuldir og bæta sjóðsstöðu félagsins til muna.

Greiða niður erlendu lánin

Skuldatryggingar­álag ríkissjóðs hefur lækkað verulega síðustu daga, stóð í 373 stigum um hádegisbil í gær, og hafði þá ekki verið lægra síðan í lok október í fyrra.

Kanadabúar taka Lava vel

Eftir að hafa verið eina viku í sölu í Manitoba í Kanada hefur fjórðungur af fyrstu sendingu á bjórnum Lava frá Ölvisholti í Flóa verið seldur.

Lárus beittur þrýstingi til að lána milljarða rétt fyrir hrun

Stjórnarmaður í Glitni og framkvæmdastjóri fyrirtækis sem var stór hluthafi í bankanum beitti Lárus Welding, þáverandi bankastjóra Glitnis, miklum þrýstingi til að fá fjögurra milljarða króna lán, sem aðrir bankar vildu ekki veita, aðeins tíu dögum fyrir fall Glitnis. Áður hafði fyrirtækjasvið Glitnis hafnað slíku láni. Þetta kemur fram í tölvupóstum til Lárusar Welding sem fréttastofa hefur undir höndum.

GAMMA stóð nánast í stað

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 4,4 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 0,3 milljarða viðskiptum sem og GAMMAxi: Óverðtryggt í 4,1 milljarða viðskiptum.

Neytendur enn fremur svartsýnir

Íslenskir neytendur eru enn langt í frá því að teljast vera bjartsýnir á horfur í efnahags- og atvinnumálum ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var í morgun. vísitalan var 43,2 stig í mars og lækkar um 3 stig á milli

Ísland áfram í gíslingu AGS

Mögulegt er að ekki sé stuðningur við það innan stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að önnur endurskoðun efnahagsáætlunar fari fram án þess að búið sé að leysa Icesave málið.

Hægt að skoða alla reikninga í Meniga

Viðskiptavinir Íslandsbanka sem nota fjármálavefinn Meniga geta nú flutt upplýsingar og færslur af reikningum og kortum allra íslenskra sparisjóða og banka inn í Meniga og öðlast þannig heildaryfirsýn yfir fjármál heimilisins.

Pabbi Wernersbræðra gerir kaupmála

Lyfjafræðingurinn Werner Rasmusson og kona hans Kristín Sigurðardóttir hafa gert með sér kaupmála, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Ekki er vitað hvað fólgið er í kaupmálanum.

Mikil eftirspurn eftir nýbyggingum í hjarta Reykjavíkur

Nýbyggingar á brunareitnum á horni Lækjargötu og Austurstrætis voru auglýstar til sölu eða leigu í Fréttablaðinu í morgun og í Morgunblaðinu á laugardaginn. Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, segist strax hafa fengið ansi margar fyrirspurnir. Hann segir að leigan verði dýr.

Fyrrverandi forstjóri FME svarar fyrir sig

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafnar því að hafa verið veifiskati og klappastýra bankamannanna. Hann segir þá gagnrýni sem fram kom í blaðinu Euromoney bæði ósanngjarna og ranga. Hann sér þó eftir að hafa ekki stækkað Fjármálaeftirlitið hraðar.

GAMMA lækkaði örlítið

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 4,9 milljarðar viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 0,6 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 4,2 milljarða viðskiptum.

Frumtak fjárfestir í Gogogic

Frumtak hefur fest kaup á hlut í Gogogic ehf sem var stofnað árið 2006 til að þróa tölvuleiki. Gogogic sérhæfir sig í frumlegri leikjahönnun, gerð smærri tölvuleikja og framleiðslu margmiðlunarefnis fyrir vefinn. Einnig sinnir fyrirtækið hugmyndasmíði og markaðsmálum fyrir viðskiptavini sína. Kaupin nema alls 150 milljónum króna.

Nokkrir mikilvægir hagvísar birtir í vikunni

Í Morgunkorni Íslandsbanka er bent á að nokkrir mikilvægir hagvísar verði birtir nú í vikunni. Á morgun mun Capacent Gallup birta væntingavísitölu sína fyrir marsmánuð, Hagstofan mun birta tölur um nýskráningar og gjaldþrot fyrirtækja og á miðvikudaginn mun Hagstofan birta vöruskipti við útlönd í febrúar.

Gríðarleg ásókn í sparnaðarnámskeið

Atlantsolía fékk á dögunum 100 sæti á námskeiðið Úr mínus í plús hjá spara.is til þess að bjóða viðskiptavinum sínum á þriðjudaginn 23. mars. Viðtökurnar voru gríðarlega góðar og fór áhuginn á námskeiðinu fór frammúr öllum væntingum. Á einum sólarhring höfðu skráð sig 1.200 notendur dælulykils Atlantsolíu.

Fengu margfalt hærra tilboð en í fyrra

Erlendir fjölmiðlar segja kaup breska einkaframtakssjóðsins 3i Group á fimmtungshlut í hollenska drykkjavöruframleiðandanum Refresco fyrir um 84 milljónir evra, fjórtán milljarða íslenskra króna, í fyrradag með umfangsmestu fjárfestingum eftir kreppuna.

Sniðganga flest olíufélög í viku

Félagið Samstaða ætlar í dag að draga nafn eins olíufélags úr potti og sniðganga síðan öll önnur olíufélög í eina viku.

Færeyingar skráðir í Noregi

Gengi hlutabréfa færeyska fiskeldisfélagsins Bakkafrosts endaði í 33,8 norskum krónum á hlut í norsku kauphöllinni á föstudag. Þetta var fyrsti viðskiptadagur með bréfin og hækkaði gengi þeirra um níu prósent frá útboði.

Euromoney: Forstjóri FME var veifiskati

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, var veifiskati og óþarflega áhugasamur um að blanda geði við bankastjórnendur. Þetta kemur fram í grein í blaðinu Euromoney en þar er Jónas harðlega gagnrýndur fyrir að hafa verið klappstýra bankanna fremur en að sinna því eftirlitshlutverki sem honum var falið.

Rannsaka tölvupósta hluthafa til Lárusar Welding

Fjármálarannsóknarfyrirtækið Kroll hefur sýnt tölvupóstum á milli hluthafa og forstjóra Glitnis sérstakan áhuga. Niðurstöður Kroll verða birtar opinberlega þegar þær liggja fyrir.

Kúabændur: Bankar eiga ekki að vera í búskap

Þingfundur stendur nú yfir á aðalfundi Landssambands kúabænda. Fundurinn samþykkti harðorða ályktun vegna meints seinagangs lánastofnana við úrlausnir á skuldavanda kúabænda, sem og vegna þeirra úrlausna bankanna að yfirtaka rekstur búa og reka í samkeppni við bændur.

Verulegar líkur á endurskoðun þrátt fyrir Icesave

Verulegar líkur taldar á því að stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taki fyrir aðra endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands í næsta mánuði óháð stöðu Icesave deilunnar. Aukinnar bjartsýni gætir eftir fund íslenskra ráðamanna með framkvæmdastjóra sjóðsins í gær.

Alvarlegur trúnaðarbrestur á Logos

Alvarlegur trúnaðarbrestur varð þess valdandi að Guðmundur J. Oddsson, einn eigenda lögmannsstofunnar Logos og fyrrum stjórnarmaður í West Ham, lét af störfum hjá stofunni. Guðmundur var valinn einn af 40 athyglisverðustu erlendu lögfræðingunum í Bretlandi af tímaritinu Lawyer árið 2007.

Reitir II töpuðu rúmlega 4,4 milljörðum í fyrra

Tap Reita II ehf. (áður Landsafls ehf.) á árinu 2009 nam 4,45 milljörðum króna samanborið við 13,2 milljarða króna tap á árinu 2008. Lækkun á gengi krónunnar og virðisrýrun á eignum félagsins eru stærstu áhrifavaldar í tapi félagsins.

Fer eftir reglum markaðarins

Samþykkt var á hluthafafundi Bakkavarar í gær að óska eftir afskráningu félagsins. Að því loknu verður Bakkavör breytt í einkahlutafélag.

Aðhefst ekki frekar vegna kaupa Ívars á Lýsi

Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna kaupa fjárfestingarfélagsins Ívars ehf. á 84% hlutafé í Lýsi hf. Fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu að Ívar er í óbeinni eigu Fram ehf.

Milljarða skuld Ármanns afskrifuð

Afskrifa þarf líklega um fjögurra milljarða króna skuld félags í eigu Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi forstjóra Singer & Friedlander. Félagið hélt utan um eign Ármanns í Kaupþingi og eru eignir þess nú metnar á núll krónur.

Staða bankastjóra Landsbankans auglýst

Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að auglýsa starf bankastjóra laust til umsóknar nú um helgina. Ásmundur Stefánsson hefur gegnt starfinu frá því í mars 2009, en hefur áður tilkynnt að hann sæktist ekki eftir endurráðningu.

Sjá næstu 50 fréttir