Viðskipti innlent

Svafa fylgir Róberti

Þrír fyrrverandi starfsmenn Actavis hafa verið ráðnir til lyfjafyrirtækis sem Róbert Wessman stýrir. Svava Grönfeldt er einn þeirra.
Þrír fyrrverandi starfsmenn Actavis hafa verið ráðnir til lyfjafyrirtækis sem Róbert Wessman stýrir. Svava Grönfeldt er einn þeirra. MYND:GVA
Þrír nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til bandaríska samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen. Allt eru þetta reynslu­boltar úr lyfjageiranum. Svafa Grönfeldt, fyrrverandi framdastjóri hjá Actavis og fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík, verður ein af fimm í stjórn fyrirtækisins en hún mun hafa umsjón með uppbyggingu, tækni og mannaráðningum.

Hinir tveir eru Elin Gabriel, sem verður rekstrarstjóri, og Kevin Bain, sem tekur stöðu fjármálastjóra hjá Alvogen. Þau hafa sömuleiðis unnið hjá Actavis.

Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, er stjórnarformaður Alvogen og á þriðjungshlut í fyrirtækinu. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×