Viðskipti innlent

Bæjarsjóður Reykjanesbæjar skilar hagnaði

Hafnargata í Reykjanesbæ.
Hafnargata í Reykjanesbæ.
Endurskoðaður ársreikningur Reykjanesbæjar var lagður fram í bæjarstjórn í gær. Samkvæmt ársreikningnum skilaði bæjarsjóður Reykjanesbæjar 7,7 milljarða krónu hagnaði árið 2009, að fram kemur í tilkynningu frá bæjarfélaginu.

Eignir bæjarsjóðs um áramót voru 24,2 milljarðar kr. Skuldir og skuldbindingar voru 14,1 milljarður kr. Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs var 41,8%. Rekstrartekjur fyrir fjármagnstekjur voru tæplega 7 milljarðar kr. og voru 138 milljónum kr. undir áætlun. Rekstrarhagnaður samstæðu nam 6,3 milljörðum kr. Eignir samstæðu námu rúmlega 40 milljörðum kr. Skuldir og skuldbindingar voru 29,2 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall samstæðu var 27%  Niðurstaða samstæðu fyrir fjármagnsliði var tæplega 385 milljónum kr. hagstæðari en áætlað var.

„Þrátt fyrir mjög jákvæðar vísbendingar í ársreikningi er vandi bæjarins enn lágar tekjur af útsvari og hefðbundnar rekstrartekjur því undir rekstrarútgjöldum.  Veltufjárhlutfall var 0,7 sem sýnir hæfi sveitarfélagsins til að inna af hendi nauðsynlegar greiðslur næstu tólf mánuði, sem bendir til lántöku eða annarra ráðstafana,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×