Viðskipti innlent

Áfengissala um páskana minnkaði um 3,5% milli ára

Þegar skoðaðar eru tölur um einstakar tegundir kemur í ljós að sala blandaðra drykkja, þ.e. áfengra gosdrykkja minnkaði um 30,9% milli ára.
Þegar skoðaðar eru tölur um einstakar tegundir kemur í ljós að sala blandaðra drykkja, þ.e. áfengra gosdrykkja minnkaði um 30,9% milli ára.
Ef áfengissala páskavikunnar er borin saman við sölu í páskavikunni 2009 þá voru seldir 505 þúsund lítrar af áfengi í páskavikunni í ár sem er 3,5% minna en sambærilega viku í fyrra. Fjöldi viðskiptavina minnkaði um 1,8%.

Þetta kemur fram á vefsíðu Vínbúðarinnar. Þar segir að í mars seldust 1.614 þúsund lítrar af áfengi sem er tæplega 20% meiri sala en árið 2009. Þessa miklu aukningu má rekja til þess að páskarnir eru í mars í ár en voru í apríl í fyrra.

Sala áfengis janúar - mars jókst um 1,1% m.v. sama tímabil fyrir ári. Sama gildir hér að páskarnir eru annasamur tími og er því ekki rétt að draga ályktanir um söluþróun fyrr en í lok apríl þegar sölutímabilið verður sambærilegt.

Þegar skoðaðar eru tölur um einstakar tegundir kemur í ljós að sala blandaðra drykkja, þ.e. áfengra gosdrykkja minnkaði um 30,9% milli ára og sala á brennvíni og vodka minnkaði um 18,8%. Hinsvegar jókst salan á rauðvíni og hvítvíni um 6,6% fyrir hvora tegund.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×