Viðskipti innlent

ICEQ verðbréfasjóði slitið og eignir greiddar út

Rekstrarfélag Kaupþings banka hf., rekstraraðili ICEQ verðbréfasjóðs, hefur slitið sjóðnum og greitt andvirði eigna sjóðsins til eigenda hlutdeildarskírteina hans. Lokagengi sjóðsins er 90,8 kr. á hlut. Slit sjóðsins miðast við 1. nóvember 2009, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar.

Gengi sjóðsins stóð í 1.348 kr. á hlut daginn fyrir þjóðnýtingu Glitnis í september í fyrra. Heildareign sjóðsins nam þá 1,2 milljörðum kr. Sjóðurinn var myndaður af safni hlutabréfa hjá félögum sem skráð voru á markað í kauphöllinni.

Við uppgjörið nú er því ljóst að eignir sjóðsins rýrnuðu um 97% við bankahrunið s.l. haust og að 7% af eignum hans þá koma til greiðslu nú.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×