Viðskipti innlent

Markaðsverðbréf rýrnuðu um 3,3 milljarða í september

Staða markaðsskuldabréfa í lok september 2009 nam 1.527 milljörðum kr. og lækkaði um 3,3 milljarða kr. í mánuðinum, samanborið við hækkun upp á 13,4 ma.kr. í mánuðinum á undan.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að skráð bréf atvinnufyrirtækja lækkuðu mest í mánuðinum eða um 6,5 milljarða kr. og nam staða þeirra í lok september um 243,6 milljarða kr.

Staða ríkisbréfa nam 302 milljarða kr. í lok september, samanborið við 181,2 milljarða kr. í sama mánuði árið áður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×