Viðskipti innlent

Alcan á Íslandi greiddi hæstu gjöldin á Reykjanesi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Álverið í Straumsvík. Mynd/ Vilhelm.
Álverið í Straumsvík. Mynd/ Vilhelm.
Álfyrirtækið Alcan á Íslandi greiddi hæstu opinberu gjöld allra lögaðila á Reykjanesi árið 2008 samkvæmt upplýsingum frá skattstjóra Reykjanesskjördæmis. Alcan greiddi alls tæpar 985 milljónir. Kópavogsbær greiddi næstmest opinber gjöld eða tæpar 364 milljónir. Fjöldi á skattgrunnskrá lögaðila er 9.561. Á félög og aðra lögaðila nemur álagningin alls rúmum 16 milljörðum króna en á árinu 2008 nam hún um 17, 6 milljörðum. Lækkun álagningar er því 7,75%.




Tengdar fréttir

Exista Trading greiðir hæstu skatta félaga í borginni

Exista Trading ehf. greiðir hæstu opinber gjöld félaga í Reykjavík í ár eða rúmlega 1,5 milljarð kr. Hæsti greiðandi opinberra gjalda í borginni er ríkissjóður með gjöld upp á 6,1 milljarð kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×