Viðskipti innlent

Eik Banki tapar 2,5 milljörðum á 3. ársfjórðungi

Eik Banki skilaði tapi upp á 100 milljónir danskra kr. eða tæpum 2,5 milljörðum kr. á þriðja ársfjórðungi ársins. Í tilkynningu um uppgjörið segir að samhliða þessu tapi hafi bankinn endurmetið væntingar sínar til ársins í heild og reiknar mú með tapi upp á 150 milljónir danskra kr.

Fram kemur í uppgjörinu að Eik Banki hafi fengið 327 milljónir danskra kr. úr Bankpakke II sem var liður í aðstoð danskra stjórnvalda við dönsk fjármálafyrirtæki sem hafa átt í vandræðum vegna kreppunnar. Sú aðstoð hafi styrkt fjárhagsstöðu bankans og aukið eiginfjárhlutfall hans.

Marner Jacobsen forstjóri Eik Banki segir í tilkynningu um uppgjörið að fyrst og fremst sé ánægjulegt að nettó tekjur bankans séu nú komnar á svipað ról og þær voru á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Hinsvegar séu afskriftir áfram framundan í rekstri bankans.

Þá lýsir Jacobsen yfir ánægju sinni með aðstoðina frá dönskum stjórnvöldum sem hafi hjálpað bankanum mikið á þeim umbrotatímum sem verið hafa í ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×