Viðskipti innlent

Ekki lengur hægt að lýsa kröfum í þrotabúið

Frestur til þess að lýsa kröfum í þrotabú Landsbankans rann út á miðnætti. Ætla má að það taki slitastjórnina um þjár vikur að taka afstöðu til krafna, en opinn kröfuhafafundur verður haldinn 23. nóvember.

Forgangskröfur í búið eru væntanlega kröfur vegna Icesave reikninga og launakröfur. Dæmi munu vera um að starfsmenn, sem héldu vinnu sinni eftir hrun, en lækkuðu verulega í launum, geri kröfu um mismun launanna, í uppsagnarfresti líkt og fréttastofa hefur áður greint frá.

Enn heyrir fréttastofa að gerðar verði kröfur í bú gamla Landsbankans vegna peningamarkaðssjóða, en margir telja sig illa svikna af því að hafa geymt þar fé. Svo gæti farið að fjölmörg dómsmál spretti af ákvörðunum um hvaða kröfur teljist vera forgangskröfur í búið. Fari svo, kann að vera að ekki verði byrjað að greiða út úr þrotabúinu fyrr en næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×