Viðskipti innlent

Exista stefnt vegna 19 milljarða lánasamnings

Exista hefur borist stefna frá HOLT Funding 2008-1 Limited hf. þar sem gerðar eru þær dómkröfur að Exista greiði félaginu samtals tæplega 19 milljarða króna vegna lánssamnings sem upphaflega var gerður við Íslandsbanka hf. (síðar Glitnir banki hf.).

Í tilkynningu til kauphallarinnar segir að Exista muni taka til varna í málinu enda hefur félagið gert upp kröfu HOLT Funding með skuldajöfnuði.

HOLT Funding var stofnað af Íslandsbankan fyrir nokkrum árum en það var skráð til heimilis í Dublin á Írlandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×