Viðskipti innlent

Þjóðin ber kostnaðinn af brotum á gjaldeyrislögum

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn hefur sent yfir tuttugu mál er varða brot á gjaldeyrislögum til Fjármálaeftirlitsins og eru mun fleiri slík mál í rannsókn hjá bankanum. Um er að ræða gríðarlegan hagnað hjá þeim sem brotin fremja, og ber íslenska þjóðin kostnaðinn á móti, segir seðlabankastjóri.

Samhliða fyrsta skrefinu í afléttingu gjaldeyrishafta hefur Seðlabankinn endurbætt gjaldeyrisreglurnar með það að markmiði að draga úr misræmi og loka þeim glufum sem notaðar hafa verið til að brjóta reglurnar. Talið er að með þessum lagfæringum verði erfiðara að brjóta reglurnar en ella.

Fram kom á fundi Seðlabankans í morgun að brotin eru bæði flókin og viðamikil og snúa að einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum. Viðurlög við brotum á gjaldeyrislögum eru stjórnvaldssektir upp að 75 milljónum og allt að 2 ára fangelsi. Seðlabankinn er frumrannsakandi brotanna en Fjármálaeftirlitið hefur endanlegu rannsóknina á sínum herðum. FME hefur því forráð á því hvort beita eigi stjórnvaldssektum eða kæra málin til lögreglu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×