Viðskipti innlent

Íslensk fyrirtæki verðlaunuð í Karabíahafinu

Marín, Ingólfur og stjórn SITE.
Marín, Ingólfur og stjórn SITE.
Viðburðafyrirtækið Practical og hótelið Hilton Reykjavik Nordica hlutu í gær, hin virtu CRYSTAL-verðlaun sameiginlega með bandaríska fyrirtækinu Harith Productions. Verðlaunin voru veitt á Karabíahafseyjunni Arúba og tóku Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Practical, og Ingólfur Haraldsson hótelstjóri Nordica við þeim fyrir hönd sinna fyrirtækja.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Practical. Þar segir ennfremur að verðlaunin veiti SITE sem eru alþjóðleg samtök 2000 ferðaþjónustu- og viðburðafyrirtækja í 87 löndum. CRYSTAL-verðlaunin eru þau eftirsóknarverðustu í þessum geira.

„Við erum í skýjunum því verðlaunin eru ekki aðeins heiður fyrir Practical og hótelið heldur varpa einnig ljósi á hve góður kostur Ísland er um þessar mundir. Nú gefst tækifæri til að heimsækja Ísland og njóta góðrar þjónustu, hótela og skemmtunar í hæsta gæðaflokki fyrir hóflegt verð," segir Marín í tilkynningunni.

„Við vonust því til að með þessu opnist augu fleiri stórfyrirtækja fyrir þeim möguleika að koma hingað með starfsmenn sína á næstunni."

Verðlaunin voru veitt í flokknum framúrskarandi hvataferð (e. Exceptional Motivational Travel Program). Hingað til lands komu tvö hundruð gestir bandarísks lyfjafyrirtækis og fengu framúrskarandi þjónustu og fjölbreytta kynningu á landi og þjóð. Yfirskrift ferðarinnar var Andstæður Íslands (e. The Land of Contrasts).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×