Viðskipti innlent

Tími afskrifta fram undan

Marner Jacobsen. Eik Bank fékk 327 milljónir danskra króna hjá dönskum stjórnvöldum til að dempa áhrifin af fjármálakreppunni á þriðja ársfjórðungi. Fréttablaðið/GVA
Marner Jacobsen. Eik Bank fékk 327 milljónir danskra króna hjá dönskum stjórnvöldum til að dempa áhrifin af fjármálakreppunni á þriðja ársfjórðungi. Fréttablaðið/GVA

Eik Banki tapaði hundrað milljónum danskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafngildir tæpum 2,5 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma í fyrra nam tapið 33 milljónum danskra króna.

Tekjur bankans námu 543 milljónum króna á fjórðungnum, sem er 24 prósenta aukning á milli ára.

Í uppgjöri bankans segir að hann hafi endurmetið væntingar um afkomu ársins og búist við að tapið aukist um fimmtíu milljónir danskra króna til viðbótar. Þá er haft eftir Marner Jacobsen bankastjóra að búast megi við afskriftum úr bókum bankans.

Bankinn fékk 327 milljónir króna frá dönskum stjórnvöldum á fjórðungnum í samræmi við aðstoð við dönsk fjármálafyrirtæki í kreppunni. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×