Viðskipti innlent

Reyna að semja um krónubréfin

Seðlabanki Íslands á í samningaviðræðum við Seðlabankann í Lúxemborg, sem er óbeint stærsti erlendi eigandi krónubréfa, um lausn á krónubréfavandanum. Seðlabankastjóri segir að reynt verði að afnema gjaldeyrishöftin eins hratt og mögulegt sé, án þess að taka of mikla áhættu með gengi krónunnar.

Seðlabankinn hefur stigið fyrsta skrefið í afnámi gjaldeyrishafta með því að heimila innstreymi erlends gjaldeyris til nýfjárfestinga og útstreymið sem kann að leiða af því í framtíðinni. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í morgun.

Seðlabankastjóri segir að reynt verði að afnema gjaldeyrishöftin í heild eins hratt og mögulegt er, án þess að taka of mikla áhættu.

Stærsti erlendi eigandi krónubréfa er óbeint Seðlabankinn í Lúxemborg. Seðlabanki Íslands á nú í samningaviðræðum við bankann um lausn málsins og segist Seðlabankastjóri vongóður um niðurstöðuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×