Viðskipti innlent

Radisson SAS 1919 Hótel hlýtur tvær viðurkenningar

Radisson SAS 1919 Hótel hefur hlotið viðurkenningu sem Leiðandi Hótelið á Íslandi 2009 af World Travel Awards. Þetta er þriðja árið í röð sem hótelið fær þessa virðulegu nafnbót. Nýlega komst hótelið einnig á lista CNBC Business yfir 25 bestu viðskiptahótel í Evrópu.

Í umfjöllun á heimasíðu hótelsins segir að mat þeirra byggir áframúrskarandi aðstöðu og þjónustu. Í ár var einnig tekið mið af hvað er innifalið í verðinu.

"Hið liðna ár hefur verið mjög krefjandi og stefnumótandi fyrir hóteliðnaðinn á Íslandi. Starfslið 1919 hótels hefur lagt sig fram frá byrjun í að þróa kröftugar, samverkandi aðferðir sem leyfa okkur að aðlagast markaðstæðum sem fyrst en umfram allt að verja þessa sérstæðu vöru sem hótelið er á þessum erfiðu tímum," segir hótelstjórinn Gaute Birkeli.

„Það er sérlega ánægjulegt að hafa fengið þessar viðurkenningar bæði af hálfu World Travel Awards og CNBC Business og ég held að þetta gefi glöggt í skyn að aðferðir okkar virki. Við megum öll vera afar hreykin af þessu."

Þetta er í annað sinn síðan hótelið opnaði árið 2005 sem það kemst á lista CNBC Top Hotels og lyginni líkast að vera valið Leiðandi Hótelið á Íslandi þriðja árið í röð af World Travel Awards, að því er segir á vefsíðunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×