Viðskipti innlent

640 milljóna króna launakrafa þingfest

Jón Hákon Halldórsson skrifar
William Fall, fyrrverandi forstjóri Straums, hefur stefnt Straumi vegna launakröfu að fjárhæð 640 milljóna króna. Mynd/ GVA.
William Fall, fyrrverandi forstjóri Straums, hefur stefnt Straumi vegna launakröfu að fjárhæð 640 milljóna króna. Mynd/ GVA.
Mál Williams Fall, fyrrverandi forstjóra Straums fjárfestingarbanka, gegn bankanum var þingfest í morgun. Málið snýst um 640 milljóna króna launakröfu sem Fall telur sig eiga á hendur bankanum.

Eins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis greindi frá í byrjun ágúst eru launakröfur á hendur Straumi 180 talsins og nema þær um 2,5 milljörðum króna. Launakrafa Falls nemur því um fjórðungi allra launakrafna.

Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður Falls, segir að eftir þingfestinguna í morgun gefist nú þriggja vikna frestur til að skila greinagerð í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×