Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðir semja um nýbyggingar Landspítalans

Fulltrúar lífeyrissjóða, Landspítalans og heilbrigðis- og fjármálaráðuneyta munu á miðvikudag skrifa undir samning um fjármögnun nýbygginga Landspítalans við Hringbraut.

Reiknað er með að heildarkostnaður verkefnisins verði um 30 milljarðar króna. Fjármögnun verksins verður boðin út. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að hönnun og teiknivinna hefjist á næsta ári og framkvæmdir árið 2011. Um er að ræða langstærsta einstaka verkefnið sem reiknað er með að sjóðirnir komi að.

Þá hefur verið unnið að stofnun fjárfestingarsjóðs lífeyrissjóðanna. Stofnfundardagur verður eftir 20. nóvember og sjóðurinn hefur fengið vinnuheitið Framtakssjóður Íslands.

Óljóst er hve hátt stofnfé verður, en Arnar segir að á næstu fjórum árum leggi lífeyrissjóðirnir samanlagt um 100 milljarða í verkefni og sé Framtakssjóðurinn þar inn í.- kóp








Fleiri fréttir

Sjá meira


×