Hæstu skattgreiðendur af ólíklegasta tagi 30. október 2009 19:09 Mynd/Stefán Karlsson Ríki, sveitarfélög, álbræðslur, bandarískir verðbréfasalar og dótturfélög nær gjaldþrota Exista greiða hæstu skatta lögaðila á þessu ári. Hæstu skattgreiðendur í umdæmum landsins eru af ólíklegasta tagi, þannig ratar dúkkulísufyrirtæki bókasafnsfræðings frá Ísafirði inn á topp tíu listann á Vestfjörðum. Í dag var upplýst hvað fyrirtæki, félög og aðrir lögaðilar borga í skatta fyrir árið 2008. Fátt kemur á óvart, á Reykjanesi greiðir álverið mest tæpan milljarð. Athygli vekur að óþekkta eignarhaldsfélagið Icecraft er í fjórða sæti, borgar yfir 200 milljónir en það mun vera umboðsverslun með vélar, skip og flugvélar. Á Suðurlandi greiðir Árborg mest, þá byggingafyrirtækið Jáverk, sem er þó ekki hálfdrættingur á við sveitarfélagið - þá Heilsuhælið í Hveragerði. Í Eyjum raða sjávarútvegsfyrirtækin sér í efstu sætin en á Norðurlandi eystra borgar Akureyrarkaupstaður yfir tvöfalt meira en flaggskipið Samherji, lítið verðbréfafyrirtæki er í fjórða sæti og skurðlæknirinn Hjörtur í tíunda. Á Norðurlandi vestra borga sjávarútvegsfyrirtækin mest en á Vestfjörðum greiðir Ísafjarðarbær sjálfur heldur meira en Hraðfrystihúsið Gunnvör. Lítið hugarfóstur Ingu Maríu Guðmundsdóttur bókasafnsfræðings kemst þar svo í áttunda sæti, en hún heldur úti vefsíðunni Dress up games - sem er dúkkulísuleikur fyrir ungviði internetsaldar. Á Vesturlandi borgar álbræðsla Norðuráls langmest, um 745 milljónir króna, Borgarbyggð einn áttunda af því og í sjötta sæti er Loftorka, nú gjaldþrota. Stærsti skattgreiðandi lögaðila í ár er ríkið sjálft en þess utan greiðir fjárfestingafélagið Exista Trading ehf. hæstu skatta af reykvískum fyrirtækjum - rúmlega einn og hálfan milljarð króna. Móðurfélag þess er Exista sem nú rambar á barmi gjaldþrots. Og loks borga bandarísku verðbréfasalarnir sem eiga Fluke Finance til íslensku samneyslunnar tæpar 530 milljónir króna. Tengdar fréttir Árborg greiðir hæstu gjöldin á Suðurlandi Sveitarfélagið Árborg greiðir hæstu opinberu gjöldin í Suðurlandsumdæmi vegna tekjuársins 2008 samkvæmt álagningu skattstjóra 30. október 2009. Næst hæstu gjöldin greiðir JÁVERK ehf., en þeir greiða rétt tæpar 42 milljónir í opinber gjöld. 30. október 2009 09:24 Ábatasöm útrás skurðlæknis Ábatasöm útrás íslensks skurðlæknis og sérfræðings í magahjáveituaðgerðum skilar Norðurlandi eystra milljónatugum í skatttekjur þessu ári. Fjögur þúsund sjúklingar leggjast undir hnífinn hjá fyrirtækinu í ár. 30. október 2009 18:47 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Ríki, sveitarfélög, álbræðslur, bandarískir verðbréfasalar og dótturfélög nær gjaldþrota Exista greiða hæstu skatta lögaðila á þessu ári. Hæstu skattgreiðendur í umdæmum landsins eru af ólíklegasta tagi, þannig ratar dúkkulísufyrirtæki bókasafnsfræðings frá Ísafirði inn á topp tíu listann á Vestfjörðum. Í dag var upplýst hvað fyrirtæki, félög og aðrir lögaðilar borga í skatta fyrir árið 2008. Fátt kemur á óvart, á Reykjanesi greiðir álverið mest tæpan milljarð. Athygli vekur að óþekkta eignarhaldsfélagið Icecraft er í fjórða sæti, borgar yfir 200 milljónir en það mun vera umboðsverslun með vélar, skip og flugvélar. Á Suðurlandi greiðir Árborg mest, þá byggingafyrirtækið Jáverk, sem er þó ekki hálfdrættingur á við sveitarfélagið - þá Heilsuhælið í Hveragerði. Í Eyjum raða sjávarútvegsfyrirtækin sér í efstu sætin en á Norðurlandi eystra borgar Akureyrarkaupstaður yfir tvöfalt meira en flaggskipið Samherji, lítið verðbréfafyrirtæki er í fjórða sæti og skurðlæknirinn Hjörtur í tíunda. Á Norðurlandi vestra borga sjávarútvegsfyrirtækin mest en á Vestfjörðum greiðir Ísafjarðarbær sjálfur heldur meira en Hraðfrystihúsið Gunnvör. Lítið hugarfóstur Ingu Maríu Guðmundsdóttur bókasafnsfræðings kemst þar svo í áttunda sæti, en hún heldur úti vefsíðunni Dress up games - sem er dúkkulísuleikur fyrir ungviði internetsaldar. Á Vesturlandi borgar álbræðsla Norðuráls langmest, um 745 milljónir króna, Borgarbyggð einn áttunda af því og í sjötta sæti er Loftorka, nú gjaldþrota. Stærsti skattgreiðandi lögaðila í ár er ríkið sjálft en þess utan greiðir fjárfestingafélagið Exista Trading ehf. hæstu skatta af reykvískum fyrirtækjum - rúmlega einn og hálfan milljarð króna. Móðurfélag þess er Exista sem nú rambar á barmi gjaldþrots. Og loks borga bandarísku verðbréfasalarnir sem eiga Fluke Finance til íslensku samneyslunnar tæpar 530 milljónir króna.
Tengdar fréttir Árborg greiðir hæstu gjöldin á Suðurlandi Sveitarfélagið Árborg greiðir hæstu opinberu gjöldin í Suðurlandsumdæmi vegna tekjuársins 2008 samkvæmt álagningu skattstjóra 30. október 2009. Næst hæstu gjöldin greiðir JÁVERK ehf., en þeir greiða rétt tæpar 42 milljónir í opinber gjöld. 30. október 2009 09:24 Ábatasöm útrás skurðlæknis Ábatasöm útrás íslensks skurðlæknis og sérfræðings í magahjáveituaðgerðum skilar Norðurlandi eystra milljónatugum í skatttekjur þessu ári. Fjögur þúsund sjúklingar leggjast undir hnífinn hjá fyrirtækinu í ár. 30. október 2009 18:47 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Árborg greiðir hæstu gjöldin á Suðurlandi Sveitarfélagið Árborg greiðir hæstu opinberu gjöldin í Suðurlandsumdæmi vegna tekjuársins 2008 samkvæmt álagningu skattstjóra 30. október 2009. Næst hæstu gjöldin greiðir JÁVERK ehf., en þeir greiða rétt tæpar 42 milljónir í opinber gjöld. 30. október 2009 09:24
Ábatasöm útrás skurðlæknis Ábatasöm útrás íslensks skurðlæknis og sérfræðings í magahjáveituaðgerðum skilar Norðurlandi eystra milljónatugum í skatttekjur þessu ári. Fjögur þúsund sjúklingar leggjast undir hnífinn hjá fyrirtækinu í ár. 30. október 2009 18:47
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun