Viðskipti innlent

Gagnrýnir stofnfjáraukningu Byrs

Birna Einarsdóttir.
Birna Einarsdóttir.
Bankastjóri Íslandsbanka gagnrýnir hvernig stjórn Byrs setti stofnfjáreigendum afarkosti í stofnfjáraukningu sparisjóðsins fyrir tveimur árum. Þeir sem ekki hefðu tekið þátt í því áttu það á hættu að missa hlut sinn í sjóðnum.

Glitnir fjármagnaði 30 milljarða stofnfjáraukningu í Byr haustið 2007. Að minnsta kosti 10 börn voru skrifuð fyrir lánum hjá Glitni, lægsta lánið var upp á tvær milljónir en hæsta lánið var 24 milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka.

Öll börnin voru meðal stofnfjáreigenda í Byr og áttu forkaupsrétt í stofnfjáraukningunni. Umboðsmaður barna sagði í gær að þetta væri brot á lögræðislögum. Samþykki sýslumanns hefði ekki legið fyrir þegar lánin voru tekin.

Íslandsbanki kallar lántökur Glitnis mistök og hefur lýst því yfir að lánin verði ekki innheimt þar sem ekki hafi verið rétt að málum staðið. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka segir að þó ábyrgð foreldra og Glitnis sé mikil í þessu máli gagnrýnir hún einnig hvernig Byr stóð að framkvæmd útboðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×