Viðskipti innlent

Árborg greiðir hæstu gjöldin á Suðurlandi

Selfoss.
Selfoss.

Sveitarfélagið Árborg greiðir hæstu opinberu gjöldin í Suðurlandsumdæmi vegna tekjuársins 2008 samkvæmt álagningu skattstjóra 30. október 2009. Næst hæstu gjöldin greiðir JÁVERK ehf., en þeir greiða rétt tæpar 42 milljónir í opinber gjöld.

Þar næst er Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði en þeir greiða 37 milljónir króna. Hveragerðisbær greiðir svo 32 milljónir í opinber gjöld.

Svo kemur Ræktunarsamband Flóa/Skeiða með 25 milljónir, Frostfiskur greiðir sjöttu hæstu gjöldin eða 22 milljónir og Rangárþing eystra og ytra fylgja á eftir með 22 milljónir og 20 milljónir. Bláskóagabyggð greiðir 15 milljónir og Auðbjörg greiðir 15 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×