Kaupþing eignist 40% í Högum 1. nóvember 2009 18:30 Allt stefnir í að nýja Kaupþing eignist 40% í Högum og Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir fjárfestar haldi 60% hlut í félaginu með því að leggja fram 7 milljarða. Með þessu yrði núverandi móðurfélag Haga skuldlaust og úr sögunni. Erlendir kröfuhafar bera að mestu leyti tugmilljarða króna tjónið sem fylgir þessu. Hagar, sem reka meðal annars verslanirnar Hagkaup, Bónus og 10-11 eru eina eign eignarhaldsfélagsins 1998. Það félag er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Árið 2008 fékk félagið rúmar 260 milljónir evra að láni hjá Kaupþingi til að kaupa Haga út úr Baugi. Miðað við núverandi gengi krónunnar nemur sú skuld ríflega 48 milljörðum króna. Líkt og gildir um aðrar innlendar eignir bankans var skuld 1998 við Kaupþing flutt yfir í nýja bankann við bankahrunið. Endurskipulagning á eignarhaldi Haga stendur yfir þessa dagana en tveir fulltrúar frá nýja Kaupþingi hafa þegar tekið sæti í stjórn 1998. Samkvæmt heimildum fréttastofu stefnir allt í að Kaupþing leysi til sín 40% hlut í Högum vegna tug milljarða skuldar eiganda Haga við bankann. Þá muni Jón Ásgeir Jóhannesson og ónafngreindir viðskiptafélagar hans eignast 60% hlut í Högum - en til þess þurfa þeir að leggja fram 7 milljarða. Samkomulag þetta sem nú er á teikniborðinu felur einnig í sér að núverandi móðurfélag Haga, 1998, verði skuldlaust og úr sögunni. En hvað verður þá um hátt í fimmtíu milljarða skuld 1998 hjá Kaupþingi? Það er ljóst að skuldin var flutt yfir í nýja bankann með afföllum, líkt og á við um stóran hluta þeirra eigna sem fluttar voru úr gömlu bönkunum í þá nýju. Í raun bera erlendir kröfuhafar því tjónið. Hins vegar er ljóst ef þetta gengur eftir að Kaupþing er að afskrifa tugi milljarða króna, sem hlýtur þá að vera í samræmi við væntingar bankans þegar skuldin var yfirtekin úr gamla bankanum. Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Allt stefnir í að nýja Kaupþing eignist 40% í Högum og Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir fjárfestar haldi 60% hlut í félaginu með því að leggja fram 7 milljarða. Með þessu yrði núverandi móðurfélag Haga skuldlaust og úr sögunni. Erlendir kröfuhafar bera að mestu leyti tugmilljarða króna tjónið sem fylgir þessu. Hagar, sem reka meðal annars verslanirnar Hagkaup, Bónus og 10-11 eru eina eign eignarhaldsfélagsins 1998. Það félag er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Árið 2008 fékk félagið rúmar 260 milljónir evra að láni hjá Kaupþingi til að kaupa Haga út úr Baugi. Miðað við núverandi gengi krónunnar nemur sú skuld ríflega 48 milljörðum króna. Líkt og gildir um aðrar innlendar eignir bankans var skuld 1998 við Kaupþing flutt yfir í nýja bankann við bankahrunið. Endurskipulagning á eignarhaldi Haga stendur yfir þessa dagana en tveir fulltrúar frá nýja Kaupþingi hafa þegar tekið sæti í stjórn 1998. Samkvæmt heimildum fréttastofu stefnir allt í að Kaupþing leysi til sín 40% hlut í Högum vegna tug milljarða skuldar eiganda Haga við bankann. Þá muni Jón Ásgeir Jóhannesson og ónafngreindir viðskiptafélagar hans eignast 60% hlut í Högum - en til þess þurfa þeir að leggja fram 7 milljarða. Samkomulag þetta sem nú er á teikniborðinu felur einnig í sér að núverandi móðurfélag Haga, 1998, verði skuldlaust og úr sögunni. En hvað verður þá um hátt í fimmtíu milljarða skuld 1998 hjá Kaupþingi? Það er ljóst að skuldin var flutt yfir í nýja bankann með afföllum, líkt og á við um stóran hluta þeirra eigna sem fluttar voru úr gömlu bönkunum í þá nýju. Í raun bera erlendir kröfuhafar því tjónið. Hins vegar er ljóst ef þetta gengur eftir að Kaupþing er að afskrifa tugi milljarða króna, sem hlýtur þá að vera í samræmi við væntingar bankans þegar skuldin var yfirtekin úr gamla bankanum.
Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira