Viðskipti innlent

Exista Trading greiðir hæstu skatta félaga í borginni

Exista Trading ehf. greiðir hæstu opinber gjöld félaga í Reykjavík í ár eða rúmlega 1,5 milljarð kr. Hæsti greiðandi opinberra gjalda í borginni er ríkissjóður með gjöld upp á 6,1 milljarð kr.

Næst á eftir Exista Trading kemur svo Reykjavíkurborg sjálf með útgjöld upp á 1,5 milljarð kr. og í fjórða sæti er VÍS með gjöld upp á tæplega 750 milljónir kr.

Heildargjöld lögaðila í Reykjavík nema 54,7 milljörðum kr. Þar af er tekjurskattur 25 milljarðar kr. og tryggingargjald 28,6 milljarðar kr.

Fimmti hæsti greiðandi opinberra gjalda er Fluke Finance Co ehf með tæplega 530 miljónir kr. en þau félög sem greiða meir en 300 milljónir kr. í opinber gjöld eru Icelandair, Exista Invest og Síminn.

Í fyrra námu gjöld lögaðila hjá Skattsjóranum í Reykjavík 60,3 milljörðum króna. Því hafa gjöldin minnkað um 5,6 milljarða kr. Þá var Landsbankinn hæsti greiðandi gjaldanna á eftir ríkissjóði með gjöld upp á 5,6 milljarða kr.










Tengdar fréttir

Árborg greiðir hæstu gjöldin á Suðurlandi

Sveitarfélagið Árborg greiðir hæstu opinberu gjöldin í Suðurlandsumdæmi vegna tekjuársins 2008 samkvæmt álagningu skattstjóra 30. október 2009. Næst hæstu gjöldin greiðir JÁVERK ehf., en þeir greiða rétt tæpar 42 milljónir í opinber gjöld.

Alcan á Íslandi greiddi hæstu gjöldin á Reykjanesi

Álfyrirtækið Alcan á Íslandi greiddi hæstu opinberu gjöld allra lögaðila á Reykjanesi árið 2008 samkvæmt upplýsingum frá skattstjóra Reykjanesskjördæmis. Alcan greiddi alls tæpar 985 milljónir. Kópavogsbær greiddi næstmest opinber gjöld eða tæpar 364 milljónir. Fjöldi á skattgrunnskrá lögaðila er 9.561. Á félög og aðra lögaðila nemur álagningin alls rúmum 16 milljörðum króna en á árinu 2008 nam hún um 17, 6 milljörðum. Lækkun álagningar er því 7,75%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×