Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 35 milljarða á fyrstu þremur ársfjórðungunum Hagnaður af rekstri Landsbankans fyrstu níu mánuði ársins nam 35 milljörðum króna eftir skatta , sem er tæplega níu milljörðum króna meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Eins og hjá flesturm fjármálafyrirtækjum dró úr hagnaði á þriðja ársfjórðungi og sömuleiðis dró úr arðsemi eigin fjár. Þóknunartekjur bankans héldu hinsvegar áfram að aukat og hafa aldrei verið meiri en á þriðja ársfjórðungi í ár. - 1.11.2007 08:06 Fá ekki að vita um fjárfestingu eigin félags Hluthafar Existu fá ekki að vita hvað stendur að baki óskráðri eign félagsins í Austur-Evrópu. 1.11.2007 07:00 Skeljungur ekki seldur fyrr en eftir mánuð Skeljungur verður ekki seldur fyrr en eftir mánuð í fyrsta lagi. Nú stendur yfir áreiðanleikakönnun á félaginu og er ekki búist við að henni ljúki fyrr en eftir þrjár vikur. Þá fyrst munu eigendur félagsins setjast niður með mögulegum kaupendum. 31.10.2007 22:35 Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,11 prósent Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,11 prósent í kauphöllinni í dag. Mest hækkuðu bréf í FL Group um 1,01 prósent. 31.10.2007 16:39 Íslendingar koma að byggingu risaturna í Kaupmannahöfn Fasteignaþróunarfélagið Sjælsö Gruppen greindi í morgun frá áformum sínum um smíði tveggja risaturna í Kaupmannahöfn. Tveir íslenskir aðilar eiga aðild að verkefninu þar á meðal Samson Properties, eignarhaldsfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar. 31.10.2007 14:36 Mannabreytingar hjá Securitas Miklar skipulagsbreytingar standa nú yfir hjá Securitas og hafa þrír nýir framkvæmdastjórar tekið við störfum hjá fyrirtækinu að undanförnu. 31.10.2007 14:19 Norvík kaupir sögunarmyllu í Suður - Svíþjóð Norvík hf., móður félag Byko, hefur keypt allt hlutafé í Jarl Timber, sem rekur sögunarmyllu í Suður - Svíþjóð. Norvík mun yfirtaka reksturinn 1. nóvember 2007. 31.10.2007 12:34 Tap Teymis tæpir 1,2 milljarðar króna Teymi tapaði 1.187 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaðurinn á níu fyrstu níu mánuðum ársins nam hins vegar 1.575 milljónum króna. 31.10.2007 12:04 Húsnæðislán bankanna dragast saman Töluvert hefur dregið úr húsnæðislánum viðskiptabankanna á síðustu mánuðum og rekur greiningardeild Glitnis það til hækkun vaxta á húsnæðislánum um mánaðamótin júlí og ágúst. 31.10.2007 11:43 Mestar líkur á óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Glitnis telur líkur á því að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum á vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun og muni hugsanlega ekki hefja lækkanaferli fyrr en á öðrum fjórðungi á næsta ári. 31.10.2007 11:36 Úrvalsvísitalan lækkar Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,18 prósent við opnun markaða í kauphöllinni í morgun. Mesta hafa hlutabréf í Atlantic Petroleum lækkað eða um 2,39 prósent. 31.10.2007 10:28 Færeyingar efstir og neðstir Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum hefur lækkað um 2,39 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag en þetta er mesta lækkun dagsins. Gengi félagsins hefur rokið upp um l80 prósent síðan það féll í óróleika á fjármálamörkuðum í ágúst og stendur nú nálægt sínu hæsta gildi, sem náðist í gær. Á sama tíma hefur gengi Föroya banka hækkað mest í dag. 31.10.2007 10:14 Andrew Bernhardt framkvæmdastjóri Lánasviðs Straums Andrew Bernhardt tekur við starfi framkvæmdastjóra Lánasviðs Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. Andrew tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn bankans. 31.10.2007 10:07 Hafa keypt fyrirtæki upp á 544 milljarða Viðskiptabankarnir þrír hafa eytt sem svarar 544 milljörðum króna í helstu fyrirtækjakaup og samruna í útlöndum. Kaupþing á 78 prósent upphæðarinnar. 31.10.2007 07:00 Danskur lífeyrissjóður kaupir hlut í Össuri Hlutafjárútboði Össurar þar sem safnað var 60 milljónum dala lauk á nokkrum klukkustundum í gær. 31.10.2007 05:45 Ólíkar leiðir bankanna í alþjóðavæðingu Kaupþing nýtur forskots og áræðis í samanburði á vexti viðskiptabankanna þriggja utan landsteinanna. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér útrás bankanna. Í ljós kemur að Landsbankinn hefur fetað svipaða slóð og Kaupþing en tekið smærri skref enn sem komið er og er skemmra á veg kominn. Leið Glitnis hefur hins vegar verið önnur og nýtur hann nokkurrar sérstöðu með aðferð syllumarkaðssetningar. 31.10.2007 04:00 Gósentíð fyrir íslenska listamenn Velmegun og aukinn listáhugi landans hefur þrýst verði íslenskra verka upp á skömmum tíma. Bragi Guðlaugsson listaverkasafnari hefur notið góðs af því, rétt eins og listamennirnir sjálfir. 31.10.2007 00:01 Keppnisíþrótt bankamanna Landsbankinn Kepler í Frakklandi hefur greinilega á að skipa úrvalsfólki. Greiningardeild bankans lenti í öðru sæti í vali á bestu greiningaraðilum Frakklands milli áranna 2006 og 2007. Verðlaunin voru fyrir árangur í vali á hlutabréfum og spá um hagnað 31.10.2007 00:01 Rektor í fjárfestingar Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, hefur nú stofnað fjárfestingafélag með 61 milljónar króna höfuðstól. Ætlar rektor greinilega að fjárfesta í fleiru en menntun ungra nemenda með starfi sínu í HR. 31.10.2007 00:01 Lausn fyrir leiðindapúka Í nútímasamfélagi má finna lausn á öllum sköpuðum hlutum. Meira að segja því að vera drepleiðinlegur frá náttúrunnar hendi. Stjórnendur og aðrir þeir sem eiga við þetta hvimleiða vandamál að stríða geta skráð sig á námskeið hjá Stjórnunarfélagi Íslands sem hin drepfyndna Edda Björgvinsdóttir stendur fyrir. 31.10.2007 00:01 Hagar hagnast um rúmar 700 milljónir Hagnaður Haga, sem rekur meðal annars verslanir Bónuss, Hagkaupa og 10-11, á tímabilinu 1. mars til 31. ágúst nam 715 milljónum samkvæmt uppgjöri sem birt er á vef Kauphallar Íslands. 30.10.2007 16:30 Lækkanir í Kauphöllinni í dag Segja má að dagurinn hafi verið rauður í Kauphöll Íslands í dag því flest fyrirtækin lækkuðu á markaði. 30.10.2007 16:19 Kaupþing spáir aukinni verðbólgu og óbreyttum vöxtum Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent á milli mánaða í nóvember. Gangi það eftir hækkar verðbólga úr 4,5 prósentum nú í 4,7 prósent. Kaupþing spáir því að seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum á fimmtudag. 30.10.2007 15:57 Skype farsími býður upp á frí símtöl Farsímaframleiðandinn 3 hefur sett nýjan farsíma á markað sem leyfir notendum að hringja frítt á internetinu í gegnum internetsímafyrirtækið Skype. Notendur munu einnig geta notað textaþjónustu Skype. 30.10.2007 15:19 Glitnir hagnast um 25 milljarða Hagnaður Glitnis á fyrstu níu mánuðum ársins nam 25, 2 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag. Það er um þremur milljörðum króna minna en á sama tíma í fyrra. Fram kemur í uppgjörinu að hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi hafi numið rúmum 8,6 milljörðum króna sem er svipað og greiningardeildir hinna bankanna höfðu spáð. 30.10.2007 11:53 Úrvalsvísitalan lækkar lítillega í byrjun dags Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega, eða um 0,5 prósent, þegar markaðir voru opnaðir í morgun og stendur hún í 8.163 stigum. 30.10.2007 10:43 Skipti kaupir danskt fjarskiptafyrirtæki Skipti, sem meðal annars rekurinn Símann og Skjáinn, hefur keypt danska fjarskiptafyrirtækið Ventelo A/S. Það var hluti af Ventelo Group sem auk þess er með starfsemi í Noregi og Svíþjóð. 30.10.2007 10:03 Össur hagnaðist um 840 milljónir á þriðja ársfjórðungi Hagnaður Össurar fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 14,1 milljón dala eða um 840 milljónir íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi 2007 og jókst um 16% frá þriðja ársfjórðungi árið 2006. 30.10.2007 09:28 Segir viðbrögð markaðarins of sterk Gengi bréfa Icelandair lækkaði um rúm 5 prósent í gær í kjölfar þess að stjórn félagsins gaf frá sér yfirlýsingu um að afkoma félagsins yrði undir áætlunum á þriðja fjórðungi. 30.10.2007 00:01 Boða breytingar FL Group birti yfirtökutilboð sitt í Tryggingamiðstöðina í Kauphöllinni í gær. Fá hluthafar í TM 47 krónur fyrir hvern hlut sinn í félaginu taki þeir yfirtökutilboðinu. 30.10.2007 00:01 Von á fjölmörgum afkomutölum í vikunni Kauphallarfélög sem birta afkomutölur sínar í vikunni eru Glitnir, Össur, Teymi, Landsbankinn, TM, 365 og FL Group. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga í spáum sínum um afkomu þessara félaga. 29.10.2007 13:04 Stoðir verða Landic Property Nafni fasteignafélagsins Stoða hefur verið breytt í Landic Property hf. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar Íslands. Þar kemur einnig fram að nafnbreytingin hafi verið samþykkt á hluthafafundi fyrr í mánuðinum. 29.10.2007 11:11 SPRON á uppleið en Icelandair niður Gengi hlutabréfa í SPRON hefur hækkað um 3,66 prósent frá upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag en þetta er annar dagurinn í röð sem markaðsvirði bankans hefur hækkað eftir mikla niðursveiflu frá fyrsta viðskiptadegi á þriðjudag. Á sama tíma hefur gengi Icelandair fallið um rúm átta prósent. 29.10.2007 10:44 Spennandi uppgjör framundan Í næstu viku eru nokkur spennandi uppgjör hjá félögum í kauphöllinni. Félög sem birta afkomutölur sínar þá eru Glitnir, Össur, Teymi, Landsbankinn, TM, 365 og FL Group. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga í spáum sínum um afkomu þessara félaga. 27.10.2007 11:13 Spron réttir úr kútnum Hlutabréf í Spron hækkuðu um 6,29 prósent í verði í kauphöllinni í dag eftir lækkanir undanfarna daga. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,81 prósent. 26.10.2007 16:57 Gengi SPRON á uppleið Gengi bréfa í SPRON hefur skotist upp í Kauphölll Íslands í dag en þetta er jafnframt fyrsti viðskiptadagurinn sem gengið hefur hækkað síðan bankinn var skráður á markað. 26.10.2007 13:17 Kemur til greina að greiða laun starfsmanna í evrum Stjórn Kaupþings ætlar að taka upp evru og stefnir að því að það verði gert um áramót, ef tilskilin leyfi fást frá Seðlabankanum fyrir þann tíma. Til greina kemur að starfsmenn geti þá tekið laun sín að hluta eða öllu leyti í evrum. 26.10.2007 12:13 Forstjóraskipti hjá Símanum Sævar Freyr Þráinsson hefur verið ráðinn forstjóri Símans og tekur við starfinu af Brynjólfi Bjarnasyni frá og með næstu mánaðamótum. Brynjólfur færir sig hins vegar til móðurfélags Símans, Skipta, en hann hefur gegnt forstjórastarfi þar samhliða starfi sínu hjá Símanum. 26.10.2007 10:44 Eimskip selur Air Atlanta Eimskip hefur samið um sölu á meirihluta hlutafjár í flugfélaginu Air Atlanta til Hannesar Hilmarssonar, forstjóra Air Atlanta og Geirs Vals Ágústssonar, fjármálastjóra félagsins. Kaupverð er ekki gefið upp en heildarhlutafé félagsins nemur 44 milljónum evra, jafnvirði 3,9 milljörðum króna. Samhliða þessu hefur Atlanta verið skipt upp í tvö félög, flugfélagið Air Atlanta og flugvélaeignarhaldsfélagið Northern Lights Leasing NLL sem hefur eignast flugflota Air Atlanta sem á 13 breiðþotur. 26.10.2007 10:34 Gengi SPRON hækkar í fyrsta sinn Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum rauk upp um tæp þrettán prósent í Kauphöll Íslands í morgun og fór í hæstu hæðir, 1775 krónur á hlut. Gengi SPRON hækkaði á sama tíma í fyrsta sinn í dag, um heil eitt prósent en það stendur í 14,31 krónum á hlut. 26.10.2007 10:28 Stjórn Kaupþings ætlar að taka upp evru Stjórn Kaupþings ætlar að taka upp evru. Í tilkynningu frá bankanum í morgun segir að svonefndum starfrækslugjaldmiðli bankans verði breytt í evrur í samræmi við alþjóðlega reiknigsskilastaðla. Þá ætlar stjórn bankans að leggja til við hluthafa að hlutafé bankans verði líka breytt í evrur. Kaupþing er lang stærsta fyrirtæki á Íslandi og þar með í Kauphöllinni. 26.10.2007 07:48 Hagnaður á hlut dregst saman um fjórðung Hagnaður hluthafa Straums-Burðaráss nemur 1,8 milljónum evra eftir skatta á þriðja ársfjórðungi, en 17 milljónum á sama tíma í fyrra. 26.10.2007 06:00 Dræmt hjá Stork Hollenska iðnsamstæðan Stork skilaði heldur dræmara uppgjöri en reiknað var með á þriðja ársfjórðungi. Hagnaðurinn nam 17 milljónum evra, jafnvirði tæpra 1,5 milljarða króna, samanborið við 25 milljónir á sama tíma í fyrra. 26.10.2007 00:01 Viðsnúningur hjá Símanum upp á 6 milljarða Skipti hf., móðurfélag Símans skilar 3,3 milljarða kr. hagnaði fyrstu 9 mánuði ársins 2007 en það er viðsnúningur upp á 6,4 milljarða kr. frá sama tímabili 2006. 25.10.2007 16:18 Afkoma Bakkavarar undir spám Hagnaður Bakkavarar nam 11,3 milljónum punda, jafnvirði 1,4 milljarða króna, samanborið við 15,2 milljónir punda á sama tíma í fyrra. Þetta er nokkru undir spám greiningardeilda viðskiptabankanna sem reiknaðist til að hagnaðurinn myndi nema á bilinu 12 til 14 milljónir punda. 25.10.2007 16:12 Sjá næstu 50 fréttir
Landsbankinn hagnaðist um 35 milljarða á fyrstu þremur ársfjórðungunum Hagnaður af rekstri Landsbankans fyrstu níu mánuði ársins nam 35 milljörðum króna eftir skatta , sem er tæplega níu milljörðum króna meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Eins og hjá flesturm fjármálafyrirtækjum dró úr hagnaði á þriðja ársfjórðungi og sömuleiðis dró úr arðsemi eigin fjár. Þóknunartekjur bankans héldu hinsvegar áfram að aukat og hafa aldrei verið meiri en á þriðja ársfjórðungi í ár. - 1.11.2007 08:06
Fá ekki að vita um fjárfestingu eigin félags Hluthafar Existu fá ekki að vita hvað stendur að baki óskráðri eign félagsins í Austur-Evrópu. 1.11.2007 07:00
Skeljungur ekki seldur fyrr en eftir mánuð Skeljungur verður ekki seldur fyrr en eftir mánuð í fyrsta lagi. Nú stendur yfir áreiðanleikakönnun á félaginu og er ekki búist við að henni ljúki fyrr en eftir þrjár vikur. Þá fyrst munu eigendur félagsins setjast niður með mögulegum kaupendum. 31.10.2007 22:35
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,11 prósent Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,11 prósent í kauphöllinni í dag. Mest hækkuðu bréf í FL Group um 1,01 prósent. 31.10.2007 16:39
Íslendingar koma að byggingu risaturna í Kaupmannahöfn Fasteignaþróunarfélagið Sjælsö Gruppen greindi í morgun frá áformum sínum um smíði tveggja risaturna í Kaupmannahöfn. Tveir íslenskir aðilar eiga aðild að verkefninu þar á meðal Samson Properties, eignarhaldsfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar. 31.10.2007 14:36
Mannabreytingar hjá Securitas Miklar skipulagsbreytingar standa nú yfir hjá Securitas og hafa þrír nýir framkvæmdastjórar tekið við störfum hjá fyrirtækinu að undanförnu. 31.10.2007 14:19
Norvík kaupir sögunarmyllu í Suður - Svíþjóð Norvík hf., móður félag Byko, hefur keypt allt hlutafé í Jarl Timber, sem rekur sögunarmyllu í Suður - Svíþjóð. Norvík mun yfirtaka reksturinn 1. nóvember 2007. 31.10.2007 12:34
Tap Teymis tæpir 1,2 milljarðar króna Teymi tapaði 1.187 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaðurinn á níu fyrstu níu mánuðum ársins nam hins vegar 1.575 milljónum króna. 31.10.2007 12:04
Húsnæðislán bankanna dragast saman Töluvert hefur dregið úr húsnæðislánum viðskiptabankanna á síðustu mánuðum og rekur greiningardeild Glitnis það til hækkun vaxta á húsnæðislánum um mánaðamótin júlí og ágúst. 31.10.2007 11:43
Mestar líkur á óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Glitnis telur líkur á því að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum á vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun og muni hugsanlega ekki hefja lækkanaferli fyrr en á öðrum fjórðungi á næsta ári. 31.10.2007 11:36
Úrvalsvísitalan lækkar Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,18 prósent við opnun markaða í kauphöllinni í morgun. Mesta hafa hlutabréf í Atlantic Petroleum lækkað eða um 2,39 prósent. 31.10.2007 10:28
Færeyingar efstir og neðstir Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum hefur lækkað um 2,39 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag en þetta er mesta lækkun dagsins. Gengi félagsins hefur rokið upp um l80 prósent síðan það féll í óróleika á fjármálamörkuðum í ágúst og stendur nú nálægt sínu hæsta gildi, sem náðist í gær. Á sama tíma hefur gengi Föroya banka hækkað mest í dag. 31.10.2007 10:14
Andrew Bernhardt framkvæmdastjóri Lánasviðs Straums Andrew Bernhardt tekur við starfi framkvæmdastjóra Lánasviðs Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. Andrew tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn bankans. 31.10.2007 10:07
Hafa keypt fyrirtæki upp á 544 milljarða Viðskiptabankarnir þrír hafa eytt sem svarar 544 milljörðum króna í helstu fyrirtækjakaup og samruna í útlöndum. Kaupþing á 78 prósent upphæðarinnar. 31.10.2007 07:00
Danskur lífeyrissjóður kaupir hlut í Össuri Hlutafjárútboði Össurar þar sem safnað var 60 milljónum dala lauk á nokkrum klukkustundum í gær. 31.10.2007 05:45
Ólíkar leiðir bankanna í alþjóðavæðingu Kaupþing nýtur forskots og áræðis í samanburði á vexti viðskiptabankanna þriggja utan landsteinanna. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér útrás bankanna. Í ljós kemur að Landsbankinn hefur fetað svipaða slóð og Kaupþing en tekið smærri skref enn sem komið er og er skemmra á veg kominn. Leið Glitnis hefur hins vegar verið önnur og nýtur hann nokkurrar sérstöðu með aðferð syllumarkaðssetningar. 31.10.2007 04:00
Gósentíð fyrir íslenska listamenn Velmegun og aukinn listáhugi landans hefur þrýst verði íslenskra verka upp á skömmum tíma. Bragi Guðlaugsson listaverkasafnari hefur notið góðs af því, rétt eins og listamennirnir sjálfir. 31.10.2007 00:01
Keppnisíþrótt bankamanna Landsbankinn Kepler í Frakklandi hefur greinilega á að skipa úrvalsfólki. Greiningardeild bankans lenti í öðru sæti í vali á bestu greiningaraðilum Frakklands milli áranna 2006 og 2007. Verðlaunin voru fyrir árangur í vali á hlutabréfum og spá um hagnað 31.10.2007 00:01
Rektor í fjárfestingar Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, hefur nú stofnað fjárfestingafélag með 61 milljónar króna höfuðstól. Ætlar rektor greinilega að fjárfesta í fleiru en menntun ungra nemenda með starfi sínu í HR. 31.10.2007 00:01
Lausn fyrir leiðindapúka Í nútímasamfélagi má finna lausn á öllum sköpuðum hlutum. Meira að segja því að vera drepleiðinlegur frá náttúrunnar hendi. Stjórnendur og aðrir þeir sem eiga við þetta hvimleiða vandamál að stríða geta skráð sig á námskeið hjá Stjórnunarfélagi Íslands sem hin drepfyndna Edda Björgvinsdóttir stendur fyrir. 31.10.2007 00:01
Hagar hagnast um rúmar 700 milljónir Hagnaður Haga, sem rekur meðal annars verslanir Bónuss, Hagkaupa og 10-11, á tímabilinu 1. mars til 31. ágúst nam 715 milljónum samkvæmt uppgjöri sem birt er á vef Kauphallar Íslands. 30.10.2007 16:30
Lækkanir í Kauphöllinni í dag Segja má að dagurinn hafi verið rauður í Kauphöll Íslands í dag því flest fyrirtækin lækkuðu á markaði. 30.10.2007 16:19
Kaupþing spáir aukinni verðbólgu og óbreyttum vöxtum Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent á milli mánaða í nóvember. Gangi það eftir hækkar verðbólga úr 4,5 prósentum nú í 4,7 prósent. Kaupþing spáir því að seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum á fimmtudag. 30.10.2007 15:57
Skype farsími býður upp á frí símtöl Farsímaframleiðandinn 3 hefur sett nýjan farsíma á markað sem leyfir notendum að hringja frítt á internetinu í gegnum internetsímafyrirtækið Skype. Notendur munu einnig geta notað textaþjónustu Skype. 30.10.2007 15:19
Glitnir hagnast um 25 milljarða Hagnaður Glitnis á fyrstu níu mánuðum ársins nam 25, 2 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag. Það er um þremur milljörðum króna minna en á sama tíma í fyrra. Fram kemur í uppgjörinu að hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi hafi numið rúmum 8,6 milljörðum króna sem er svipað og greiningardeildir hinna bankanna höfðu spáð. 30.10.2007 11:53
Úrvalsvísitalan lækkar lítillega í byrjun dags Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega, eða um 0,5 prósent, þegar markaðir voru opnaðir í morgun og stendur hún í 8.163 stigum. 30.10.2007 10:43
Skipti kaupir danskt fjarskiptafyrirtæki Skipti, sem meðal annars rekurinn Símann og Skjáinn, hefur keypt danska fjarskiptafyrirtækið Ventelo A/S. Það var hluti af Ventelo Group sem auk þess er með starfsemi í Noregi og Svíþjóð. 30.10.2007 10:03
Össur hagnaðist um 840 milljónir á þriðja ársfjórðungi Hagnaður Össurar fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 14,1 milljón dala eða um 840 milljónir íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi 2007 og jókst um 16% frá þriðja ársfjórðungi árið 2006. 30.10.2007 09:28
Segir viðbrögð markaðarins of sterk Gengi bréfa Icelandair lækkaði um rúm 5 prósent í gær í kjölfar þess að stjórn félagsins gaf frá sér yfirlýsingu um að afkoma félagsins yrði undir áætlunum á þriðja fjórðungi. 30.10.2007 00:01
Boða breytingar FL Group birti yfirtökutilboð sitt í Tryggingamiðstöðina í Kauphöllinni í gær. Fá hluthafar í TM 47 krónur fyrir hvern hlut sinn í félaginu taki þeir yfirtökutilboðinu. 30.10.2007 00:01
Von á fjölmörgum afkomutölum í vikunni Kauphallarfélög sem birta afkomutölur sínar í vikunni eru Glitnir, Össur, Teymi, Landsbankinn, TM, 365 og FL Group. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga í spáum sínum um afkomu þessara félaga. 29.10.2007 13:04
Stoðir verða Landic Property Nafni fasteignafélagsins Stoða hefur verið breytt í Landic Property hf. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar Íslands. Þar kemur einnig fram að nafnbreytingin hafi verið samþykkt á hluthafafundi fyrr í mánuðinum. 29.10.2007 11:11
SPRON á uppleið en Icelandair niður Gengi hlutabréfa í SPRON hefur hækkað um 3,66 prósent frá upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag en þetta er annar dagurinn í röð sem markaðsvirði bankans hefur hækkað eftir mikla niðursveiflu frá fyrsta viðskiptadegi á þriðjudag. Á sama tíma hefur gengi Icelandair fallið um rúm átta prósent. 29.10.2007 10:44
Spennandi uppgjör framundan Í næstu viku eru nokkur spennandi uppgjör hjá félögum í kauphöllinni. Félög sem birta afkomutölur sínar þá eru Glitnir, Össur, Teymi, Landsbankinn, TM, 365 og FL Group. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga í spáum sínum um afkomu þessara félaga. 27.10.2007 11:13
Spron réttir úr kútnum Hlutabréf í Spron hækkuðu um 6,29 prósent í verði í kauphöllinni í dag eftir lækkanir undanfarna daga. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,81 prósent. 26.10.2007 16:57
Gengi SPRON á uppleið Gengi bréfa í SPRON hefur skotist upp í Kauphölll Íslands í dag en þetta er jafnframt fyrsti viðskiptadagurinn sem gengið hefur hækkað síðan bankinn var skráður á markað. 26.10.2007 13:17
Kemur til greina að greiða laun starfsmanna í evrum Stjórn Kaupþings ætlar að taka upp evru og stefnir að því að það verði gert um áramót, ef tilskilin leyfi fást frá Seðlabankanum fyrir þann tíma. Til greina kemur að starfsmenn geti þá tekið laun sín að hluta eða öllu leyti í evrum. 26.10.2007 12:13
Forstjóraskipti hjá Símanum Sævar Freyr Þráinsson hefur verið ráðinn forstjóri Símans og tekur við starfinu af Brynjólfi Bjarnasyni frá og með næstu mánaðamótum. Brynjólfur færir sig hins vegar til móðurfélags Símans, Skipta, en hann hefur gegnt forstjórastarfi þar samhliða starfi sínu hjá Símanum. 26.10.2007 10:44
Eimskip selur Air Atlanta Eimskip hefur samið um sölu á meirihluta hlutafjár í flugfélaginu Air Atlanta til Hannesar Hilmarssonar, forstjóra Air Atlanta og Geirs Vals Ágústssonar, fjármálastjóra félagsins. Kaupverð er ekki gefið upp en heildarhlutafé félagsins nemur 44 milljónum evra, jafnvirði 3,9 milljörðum króna. Samhliða þessu hefur Atlanta verið skipt upp í tvö félög, flugfélagið Air Atlanta og flugvélaeignarhaldsfélagið Northern Lights Leasing NLL sem hefur eignast flugflota Air Atlanta sem á 13 breiðþotur. 26.10.2007 10:34
Gengi SPRON hækkar í fyrsta sinn Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum rauk upp um tæp þrettán prósent í Kauphöll Íslands í morgun og fór í hæstu hæðir, 1775 krónur á hlut. Gengi SPRON hækkaði á sama tíma í fyrsta sinn í dag, um heil eitt prósent en það stendur í 14,31 krónum á hlut. 26.10.2007 10:28
Stjórn Kaupþings ætlar að taka upp evru Stjórn Kaupþings ætlar að taka upp evru. Í tilkynningu frá bankanum í morgun segir að svonefndum starfrækslugjaldmiðli bankans verði breytt í evrur í samræmi við alþjóðlega reiknigsskilastaðla. Þá ætlar stjórn bankans að leggja til við hluthafa að hlutafé bankans verði líka breytt í evrur. Kaupþing er lang stærsta fyrirtæki á Íslandi og þar með í Kauphöllinni. 26.10.2007 07:48
Hagnaður á hlut dregst saman um fjórðung Hagnaður hluthafa Straums-Burðaráss nemur 1,8 milljónum evra eftir skatta á þriðja ársfjórðungi, en 17 milljónum á sama tíma í fyrra. 26.10.2007 06:00
Dræmt hjá Stork Hollenska iðnsamstæðan Stork skilaði heldur dræmara uppgjöri en reiknað var með á þriðja ársfjórðungi. Hagnaðurinn nam 17 milljónum evra, jafnvirði tæpra 1,5 milljarða króna, samanborið við 25 milljónir á sama tíma í fyrra. 26.10.2007 00:01
Viðsnúningur hjá Símanum upp á 6 milljarða Skipti hf., móðurfélag Símans skilar 3,3 milljarða kr. hagnaði fyrstu 9 mánuði ársins 2007 en það er viðsnúningur upp á 6,4 milljarða kr. frá sama tímabili 2006. 25.10.2007 16:18
Afkoma Bakkavarar undir spám Hagnaður Bakkavarar nam 11,3 milljónum punda, jafnvirði 1,4 milljarða króna, samanborið við 15,2 milljónir punda á sama tíma í fyrra. Þetta er nokkru undir spám greiningardeilda viðskiptabankanna sem reiknaðist til að hagnaðurinn myndi nema á bilinu 12 til 14 milljónir punda. 25.10.2007 16:12
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent