Viðskipti innlent

Hagar hagnast um rúmar 700 milljónir

Hagnaður Haga, sem rekur meðal annars verslanir Bónuss, Hagkaupa og 10-11, á tímabilinu 1. mars til 31. ágúst nam 715 milljónum samkvæmt uppgjöri sem birt er á vef Kauphallar Íslands.

Það er töluverður viðsnúningur frá sama tímabili árið áður en þá nam tapið 44 milljónum króna. Tekjur félagsins á tímabilinu voru 25,4 milljarðar sem rúmlega þremur milljörðum króna meira en á sama tímabili í fyrra. Heildareignir Haga nema nú um 26 milljörðum króna en þær voru 23,6 milljarðar í lok febrúar síðastliðins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×