Viðskipti innlent

Íslendingar koma að byggingu risaturna í Kaupmannahöfn

Gert er ráð fyrir 40 hæðum í turnunum.
Gert er ráð fyrir 40 hæðum í turnunum. MYND/Sjælsö

Fasteignaþróunarfélagið Sjælsö Gruppen greindi í morgun frá áformum sínum um smíði tveggja risaturna í Kaupmannahöfn. Tveir íslenskir aðilar eiga aðild að verkefninu þar á meðal Samson Properties, eignarhaldsfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Í fréttatilkynningu frá Samson Properties kemur fram að arkitektinn Norman Forster sé aðal-arkitekt turnanna en þeir verða notaðir undir hótelrekstur. Nú þegar liggur fyrir samningur við InterContinental Hotel um hótelrekstur í turnunum. Turnarnir muni rísa á Örestad svæðinu í Kaupmannahöfn og segir í tilkynningunni að þeir muni setja mikinn svip á borgina.

Samson Properties og Straumur-Burðarás fjárfestingabanki eiga aðild að verkefninu og nemur eignarhlutur þeirra í því samtals um 32 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×