Viðskipti innlent

Skipti kaupir danskt fjarskiptafyrirtæki

MYND/Róbert

Skipti, sem meðal annars rekurinn Símann og Skjáinn, hefur keypt danskafjarskiptafyrirtækið Ventelo A/S. Það var hluti af Ventelo Group sem auk þess er með starfsemi í Noregi og Svíþjóð.

Fram kemur í tilkynningu frá Skiptum að kaupverðið sé trúnaðarmál. Hjá Ventelo starfa um 50 manns og eru um fimm þúsund fyrirtæki í viðskiptum við fyrirtækið, þar á meðal danska þingið, Krak internet sem er ein stærsta leitarvélin í Danmörku, Carlsberg og Securitas.

Haft er eftir Brynjólfi Bjarnasyni, forstjóra Skipta, að starfsemi Ventelo styðji vel við stefnu Skipta um vöxt á erlendum markaði. Fyrirtækið vilji ná sterkri stöðu í fjarskiptaþjónustu við smærri og meðalstór fyrirtæki á Norðurlöndunum og í Bretlandi ásamt því að fylgja eftir útrás íslenskra fyrirtækja í Danmörku og Norður-Evrópu.

Höfuðstöðvar Ventelo eru í Kaupmannahöfn og mun Rasmus Helmich, forstjóri Ventelo Denmark, áfram stýra fyrirtækinu en hann hefur verið hjá félaginu frá upphafi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×