Viðskipti innlent

Lækkanir í Kauphöllinni í dag

MYND/GVA

Segja má að dagurinn hafi verið rauður í Kauphöll Íslands í dag því flest fyrirtækin lækkuðu á markaði.

Flaga Group lækkaði mest allra fyrirtækja í dag eða um nærri sex prósent. Þá lækkaði færeyski bankinn Eik banki um rúm tvö prósent í viðskiptum í dag og 365 um 1,74 prósent. Enn fremur lækkaði Bakkavör um 1,5 prósent.

Eins og svo oft áður hækkaði færeyska félagið Atlantic Petroleum mest eða um 3,6 prósent og Össsur um hálft prósent. Úrvalsvísitalan lækkaði um hálft prósent og stendur í 8.118 stigum. Þá veiktist gengi krónunnar lítillega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×