Viðskipti innlent

Stjórn Kaupþings ætlar að taka upp evru

Hreiðar Már Sigurðsson.
Hreiðar Már Sigurðsson.

Stjórn Kaupþings ætlar að taka upp evru. Í tilkynningu frá bankanum í morgun segir að svonefndum starfrækslugjaldmiðli bankans verði breytt í evrur í samræmi við alþjóðlega reiknigsskilastaðla. Þá ætlar stjórn bankans að leggja til við hluthafa að hlutafé bankans verði líka breytt í evrur. Kaupþing er lang stærsta fyrirtæki á Íslandi og þar með í Kauphöllinni.

Hagnaður af rekstri bankans á þriðja ársfjórðungi nam 14,4 milljörðum króna eftir skatta, og jókst um þrjú prósent frá sama tímabili í fyrra.

Verulega dró því úr hagnaði á þriðja ársfjórðungi, því fyrstu níu mánuði ársins jókst hagnaðurinn samtals um rúmlega 31 prósent. Þrátt fyrir þetta segist Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri bankans telja, að árið verði ljómandi gott fyrir Kaupþing.

Hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nam um 60 milljörðum króna og

jókst um nærri þriðjung milli ára. Hagnaður dróst hins vegar saman um

10,5 prósent milli tímabila ef tekinn er með 21,4 milljarða króna einsskiptis hagnaður eftir skatta vegna Exista á þriðja ársfjórðungi 2006






Fleiri fréttir

Sjá meira


×