Viðskipti innlent

Andrew Bernhardt framkvæmdastjóri Lánasviðs Straums

Frá uppgjörsfundi Straums.
Frá uppgjörsfundi Straums.

Andrew Bernhardt tekur við starfi framkvæmdastjóra Lánasviðs Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. Andrew tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn bankans.

Andrew Bernhardt hefur gegnt starfi yfirmanns Lánasviðs í London frá því í október á þessu ári. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri á sviði skuldsettrar fjármögnunar hjá GE Commercial Finance frá árinu 2005. Þar áður starfaði hann í 27 ár hjá Barclays Bank, síðast sem yfirmaður á sviði skuldsettrar fjármögnunar í London frá 2001 til 2005, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Straumi

„Margit Robertet, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Lánasviðs, lætur af störfum 1. nóvember 2007. Margit var skipaður framkvæmdastjóri Lánasviðs í september 2005, en hún hóf störf hjá Burðarási fyrr á því ári við stjórn fjárfestinga," segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×