Viðskipti innlent

Gengi SPRON á uppleið

Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON. Gengi bankans hefur verið á hraðri uppleið í dag eftir hraða niðursveiflu síðustu daga.
Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON. Gengi bankans hefur verið á hraðri uppleið í dag eftir hraða niðursveiflu síðustu daga. Mynd/Teitur

Gengi bréfa í SPRON hefur skotist upp í Kauphölll Íslands í dag en þetta er jafnframt fyrsti viðskiptadagurinn sem gengið hefur hækkað síðan bankinn var skráður á markað.

SPRON var skráð á markað á þriðjudag á genginu 18,90 kjrónur á hlut og tók að falla hratt á fyrsta degi. Gengið hafði lækkað um fjórðung síðan þá en tók hraðan viðsnúning í fyrstu viðskiptum dagsins þegar það hækkaði um eitt prósent. Eftir hádegi í dag hafði það svo hækkað um heil 4,52 prósent og stendur gengið í 14,80 krónum á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×