Viðskipti innlent

Skype farsími býður upp á frí símtöl

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
MYND/www.skype.com

Farsímaframleiðandinn 3 hefur sett nýjan farsíma á markað sem leyfir notendum að hringja frítt á internetinu í gegnum internetsímafyrirtækið Skype. Notendur munu einnig geta notað textaþjónustu Skype.

Þó verður ekki hægt að hringja í hvaða númer sem er í heiminum ódýrt eins og hægt er í gegnum tölvur.

Um 246 milljónir manna um heim allan eru skráðir notendur á Skype. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í að stokka upp alþjóða símaiðnaðinn.

 

Ótti símafyrirtækja við að missa viðskipti

Til dagsins í dag hafa farsímafyrirtæki ekki viljað leyfa notkun Skype af ótta við að það skemmi fyrir viðskiptum. Og þrátt fyrir að mögulegt sé að komast inn á Skype á sumum gsm símum, hefur hingað til þurft að hlaða niður forriti þriðja aðila og það hefur fælt fólk frá.

Skype síminn verður fyrsta dæmi um símafyrirtæki sem setur farsíma á almennan markað sem er hannaður til að leyfa ókeypis símtöl í gegnum internetið.

„Það þarf nýjungagjarnan frumkvöðul til að ögra hefbundinni hugsun og bjóða slíka vöru sem símafyrirtæki eru enn að forðast," sagði Michael van Swaaij framkvæmdastjóri Skype.

„Skype hefur nú tekið risa skref fram á við á farsímasviðinu," sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×