Viðskipti innlent

Mannabreytingar hjá Securitas

MYND/365

Miklar skipulagsbreytingar standa nú yfir hjá Securitas og hafa þrír nýir framkvæmdastjórar tekið við störfum hjá fyrirtækinu að undanförnu.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Securitas að á föstudaginn í síðustu viku hafi Árni Guðmundsson tekið við stöðu framkvæmdastjóra stjórnstöðva Securitas. Þá hefur Reynir S. Ólafsson tekið við starfi framkvæmdastjóra gæslusviðs og Ólafur Gísli Hilmarsson verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs.

Þá segir einnig í tilkynningu Securitas að nú standi yfir miklar skipulagsbreytingar sem miði að því að straumlínulaga verkferla og vinnuaðferðir fyrirtæksins samhliða nýjum verkefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×